Fara í efni

VMA mun stýra alþjóðlegu verkefni - Work Mentor

VMA mun stýra alþjóðlegu verkefni sem snýst um að þróa og aðlaga námsefni eða umræðuefni sem nýtast þegar skólar senda nemendur í vinnustaðanám.  Þar er fjallað um hlutverk þess sem verður Mentor eða starfsfóstri nemandans á vinnustaðnum. Verkefnið fær ríflegan styrk frá Menntaáætlun Evrópusambandsins í gegnum Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunina.VMA mun stýra alþjóðlegu verkefni sem snýst um að þróa og aðlaga námsefni eða umræðuefni sem nýtast þegar skólar senda nemendur í vinnustaðanám.  Þar er fjallað um hlutverk þess sem verður Mentor eða starfsfóstri nemandans á vinnustaðnum. Verkefnið fær ríflegan styrk frá Menntaáætlun Evrópusambandsins í gegnum Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunina.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér

Fyrsti samráðsfundur verkefnisins er haldinn í Swansea í Wales dagana 10. og 11. október 2011.  Þar munu þrír kennarar VMA taka þátt.  Jóhannes Árnason verkefnastjóri, Ketill Sigurðarson og Óskar Ingi Sigurðsson.

Til viðbótar við VMA taka sex stofnanir þátt:
Gower College í Swansea í Wales.
Riverside Training í Hereford á Englandi.
Axxell sem er framhaldsskóli í suðvestur Finnlandi.
Skjetlein Ressurssenter í Þrándheimi í Noregi.
IFSAT sem er ráðgjafafyrirtæki í Hollandi og
Jules Rieffel sem er landbúnaðarskóli í Nantes í Frakklandi.

Undirritun samninga við Landsskrifstofu Menntaáætlunar Evrópusambandsins fór fram 29. september 2011.  Björk Guðmundsdóttir skrifstofustjóri var fulltrúi VMA.
VMA gerði samning um að fá 192.803 evrur í Work Mentor verkefnið (um 30 milljónir króna) og þar af koma um 6 milljónir til VMA.

Hér er frétt Landsskrifstofunnar um undirritun samninga.

Aðrir samstarfsaðilar verkefnisins eru:

Gower College Swansea - Coleg Gwyr Abertawe
Gorseinon
SA4 6RD
Swansea
United Kingdom  www.gowercollegeswansea.ac.uk

Riverside Training
Hereford
United Kingdom   www.riverside-training.co.uk

Axxell Utbildning AB
Finland www.axxell.fi

Jules Rieffel France Europea
France   www.franceeuropea.ifrance.com

Stichting International Foundation for Sustainable Agriculture Training.    IFSAT
Netherlands   www.ifsat.eu

Skjetlein Ressurssenter
Norway     www.skjetlein.vgs.no