Fara efni  

VMA me silfur viurkenningu verkefninu Heilsueflueflandi framhaldsskli

VMA me silfur viurkenningu  verkefninu Heilsueflueflandi framhaldsskli
Sigrur strir htlegri athfn me nnemum
grmorgun var hengt upp viurkenningarskjal sklans fyrir nringarhlutann verkefninu Heilsueflandi framhaldsskli. Sklinn hefur uppfyllt au skilyri sem arf til a f silfur viurkenningu. Embtti Landlknis sem heldur utan um verkefni hefur tbi gtlista sem sklar fylla t og segir hann til um a hvort sklinn fi gull, silfur ea brons viurkenningu. Margt hefur breytst sklanum sambandi vi nringu t.d. fer mtuneyti eftir eim leibeiningum sem Landlknir hefur gefi t sambandi vi mtuneyti framhaldssklum, hafa hollar vrur viki fyrir hollari og srbaka heilsustabrau veri ra af bakara Losttis.

Í gærmorgun var hengt upp viðurkenningarskjal skólans fyrir næringarhlutann í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Skólinn hefur uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að fá silfur viðurkenningu. Embætti Landlæknis sem heldur utan um verkefnið hefur útbúið gátlista sem skólar fylla út og segir hann til um það hvort skólinn fái gull, silfur eða brons viðurkenningu.

Margt hefur breytst í skólanum í sambandi við næringu t.d. fer mötuneytið eftir þeim leiðbeiningum sem Landlæknir hefur gefið út í sambandi við mötuneyti í framhaldsskólum, þá hafa óhollar vörur vikið fyrir hollari og sérbakað heilsusætabrauð verið þróað af bakara Lostætis.

Fram fór hátíðleg athöfn þar sem nemendur mættu fyrir framan skrifstofu nemendafélagsins. Sigríður Huld aðstoðarskólameistari talaði aðeins um verkefnið, hvernig það hefði haft áhrif á skólastarfið og sagði frá því að á þessu skólaári verði áherslan á hreyfingu. Af því tilefni fékk hún nemendur og kennara til að skokka aðeins á staðnum. Að lokum voru það tveir nýnemar ,Thelma María og Stefán Trausti, sem afhjúpuðu silfurviðurkenninguna. Lostæti sem sér um mötuneyti skólans bauð nemendum upp á ávexti í löngu í tilefni dagsins.

Verðlaun afhjúpuð
Einn, tveir og...


Verðlaun afhjúpuð
... þrír


Verðlaun afhjúpuð
Frábær árangur !


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.