Fara í efni

VMA með í Vestnorrænni samvinnu um þróun náms til starfa í olíuiðnaði

Núna í vikunni sem framundan er þá eru spennandi hlutir að gerast hjá okkur í Verkmenntaskólanum. Á fimmtudag og föstudag koma aðilar frá Noregi Stavanger Offshore Technical College,( Øystein Førsvoll) Grænlandi Greenland School of Minerals and Petroleum og Færeyjum Vinnuháskúlin Centre of Maritime Studies and Engineering, (Hans Johannes Á Brúgv ) til fundar ásamt fulltrúum VMA.

Núna í vikunni sem framundan er þá eru spennandi hlutir að gerast hjá okkur í Verkmenntaskólanum. Á  fimmtudag og föstudag koma aðilar frá Noregi Stavanger Offshore Technical College,( Øystein Førsvoll) Grænlandi Greenland School of Minerals and Petroleum og Færeyjum Vinnuháskúlin Centre of Maritime Studies and Engineering, (Hans Johannes Á Brúgv ) til fundar ásamt fulltrúum VMA.


Það er að frumkvæði norðmanna sem samvinna þessara menntastofnanna hófst síðastliðin vetur. Hefur verkefnið hlotið nafnið FING. Verkefnið snýst fyrst og fremst um menntun fólks í olíu og gasvinnslu á sjó, það er menntun og þjálfun við olíu og gasvinnslu og verkefni í öryggis- og umhverfismálum á norðurslóðum.


Markmið samvinnunnar er að byggja upp sérhæfða þekkingu og færni nemenda til að mæta þörfum atvinnulífs í gas og olíuiðnaði. Þarfir og sameiginlegir hagsmunir þessara þjóða í málum sem lúta að þessum geira atvinnulífs og iðnaðar eru miklir svo sem. Þörf á að ráðstafanir séu gerðar að tryggja að umhverfi sé ekki stofnað í hættu, standa þannig vörð um nýtingu fiskistofna, landbúnað og ferðaþjónustu.
- Að stuðla að menntun og þjálfun meðal fólks sem leið til að auka atvinnutækifæri í olíu og gas geiranum.
- Að þróa aðferðir til að kenna fræðilega sem og verklega þjálfun þar sem nemendur leggja bæði stund á fjarnám sem og staðnám.
Við sem komum að þessu verkefni fyrir hönd VMA horfum björtum augum fram á veginn á sama tíma og við höldum báðum fótunum á jörðinni.

 


(Mynd er CC)