Fara í efni

VMA hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

Handhafar Jafnvægisvogarinnar 2023. Með þeim á myndinni er Eliza Reid sem afhentit viðurkenningarnar…
Handhafar Jafnvægisvogarinnar 2023. Með þeim á myndinni er Eliza Reid sem afhentit viðurkenningarnar. Mynd: FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu.

Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun, sem var haldin í dag, 12. október, voru  afhentar viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar, hreyfiafls FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu, til 56 fyrirtækja, 11 sveitarfélaga og 22 opinberra aðila. VMA er þar á meðal.

Jafnvægisvogina fá þau fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Að þessari viðurkenningu, sem Eliza Reid afhenti í dag, standa auk FKA forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, PiparTBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá

Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við mat á þeim sem hlutu viðurkenninguna.

Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 239 talsins.

Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði með tölfræðilegum upplýsingum um jafnrétti. Þar koma fram helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, m.a. kynjahlutföll stofnenda fyrirtækja, framkvæmdastjóra og stjórna.

Eftirfarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár:

1 1912 ehf og dótturfélög
2 A4
3 Advania
4 AGR
5 Akraneskaupstaður
6 Alþjóðasetur ehf.
7 Atmonia
8 AwareGO ehf
9 BL
10 Bláa Lónið
11 Borgarbyggð
12 Bústólpi ehf
13 Controlant
14 Creditinfo
15 Danfoss hf.
16 Deloitte
17 Destination Complete ehf
18 dk hugbúnaður
19 EFLA
20 Elkem Ísland
21 ELKO ehf
22 Fangelsismálastofnun
23 Fastus
24 Festi
25 Fjallabyggð
26 Fjarðabyggð
27 Fjölbrautaskóli Suðurnesja
28 Fjölbrautaskólinn við Ármúla
29 Garðabær
30 Guðmundur Arason ehf
31 Hafnarfjarðarbær
32 Hagar hf
33 Háskóli Íslands
34 Heilbrigðisstofnun Austurlands
35 Hirzlan ehf
36 HS Orka
37 IKEA
38 Inkasso-Momentum
39 Isavia ohf.
40 Íslandsbanki
41 Íslandshótel
42 Íslandspóstur ohf.
43 Íslandsstofa
44 ÍSOR
45 Keilir miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs
46 Landgræðslan
47 Landsvirkjun
48 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
49 Ljósleiðarinn
50 Lyfja hf.
51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
52 Mannvit
53 Menntaskólinn á Akureyri
54 Múlaþing
55 Norðurál
56 Norðurorka hf.
57 Nova
58 Olís ehf
59 Orkan IS ehf.
60 Orkusalan
61 Orkuveita Reykjavíkur
62 Ósar - lífæð heilbrigðis
63 PiparTBWA
64 Rangárþing eystra
65 Rangárþing ytra
66 Reykjafell ehf
67 Reykjanesbær
68 Rio Tinto á Íslandi Hf.
69 Samkaup hf.
70 Seðlabanki Íslands
71 Sjóvá
72 Skatturinn
73 Skrifstofa Alþingis
74 Snæland Grímsson
75 Sólar ehf.
76 Strætó bs.
77 Sveitarfélagið Ölfus
78 Tryggingastofnun
79 Tryggja
80 Veitur
81 Veritas
82 Verkmenntaskólinn á Akureyri
83 Verzlunarskóli Íslands
84 Vesturbyggð
85 Vélsmiðja Ingvars Guðna
86 Vinnueftirlitið
87 Vinnupallar ehf
88 VÍS (Vátryggingafélag Íslands hf.)
89 Ösp líftryggingafélag