Fara í efni  

Međ tónlistar- og leiklistarbakteríu

Međ tónlistar- og leiklistarbakteríu
Örn Smári Jónsson.

Ţegar Örn Smári Jónsson hóf nám í VMA haustiđ 2015 segist hann hafa veriđ mjög óviss um hvađ hann vildi verđa ţegar hann yrđi stór. Hann hóf nám í grunndeild rafiđna en fann eftir nokkra mánuđi ekki ţann neista sem hann taldi ţurfa til ţess ađ halda áfram á ţeirri braut. Fór ţá á félagsfrćđibraut og síđan í grunndeild matvćlagreina og loks á textílsviđ listnáms- og hönnunarbrautar. En ađ lokum fann Örn Smári sína réttu hillu og er núna á fjölgreinabraut ţar sem hann stundar nám til stúdentsprófs, međ áherslu á listnám og sálfrćđi. Stefnan er tekin á brautskráningu viđ lok haustannar 2020.

„Ég vissi ekkert hvađ mig langađi ađ gera ţegar ég kom úr Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu í VMA haustiđ 2015. Ég hafđi á ţeim tíma áhuga á tölvum og hafđi ánćgju af ţví ađ gera viđ ţćr. Ţess vegna hélt ég ađ rafvirkinn vćri fyrir mig. Ég hafđi frá unga aldri haft gaman ađ ţví ađ skapa tónlist og líklega samdi ég mitt fyrsta lag í kringum tíu ára aldurinn. Tónlistin hefur aldrei fariđ frá mér og ég fann smám saman ađ skapandi nám hentađi mér best. Mig minnir ég hafi byrjađ ađ syngja á fyrstu árunum í Húnavallaskóla og ţar var ég í sönghóp sem viđ kölluđum Tenórarnir ţrír. Viđ tróđum upp nokkrum sinnum sem var mjög gaman. En svo fór ég í mútur og ţar međ fór mín hreina og barnslega rödd út í buskann og viđ tenórarnir hćttum ađ syngja saman. Á árum mínum í Húnavallaskóla byrjađi ég síđan ađ spila á gítar og var í líklega hálft ár í tónlistarnámi en svo nennti ég ekki frekara tónlistarnámi og vildi frekar lćra ţetta sjálfur. Ég hef síđustu árin lćrt sjálfur ţađ sem ég kann á gítar og hef einnig veriđ ađ glamra svolítiđ á píanó. Tónlistin var alltaf til stađar en ţađ er ekki fyrr en fyrir tveimur til ţremur árum sem ég finn ađ tónlistin er eitthvađ sem ég vil leggja meiri áherslu á og starfa viđ í framtíđinni," segir Örn Smári sem hefur frá árinu 2018 sent frá sér átta lög undir listamannsnafninu DayDream. Hann semur lög og texta á gítar og píanó og fćrir ţau síđan inn í tölvu og vinnur áfram. Sjö af ţessum átta lögum eru međ enskum textum en eitt međ íslenskum texta. Sem stendur vinnur Örn Smári ađ ţví ađ semja lög sem öll verđa međ íslenskum textum og hefur hann hug á ţví ađ koma fimm til sjö lögum út á smáskífu.

En hvernig skyldu lög Arnar Smára verđa til? Ţví svarar hann á ţann veg ađ ţau verđi til út frá einhverrri persónulegri reynslu eđa sögum sem hann heyri. Lögin verđi yfirleitt til fyrst en síđan semji hann textana. „Ţađ er erfitt ađ skilgreina lögin mín. Ţau eru allskonar en ég hugsa ađ meginlínan í tónistinni minni sé einfaldlega popp,“ segir Örn Smári sem hefur tekiđ ţátt í Sturtuhausnum – söngkeppni VMA, hann lenti í öđru sćti í keppninni í síđustu viku og söng af mikilli innlifun og frá hjartanu.

Foreldrar Arnar Smára eru bćndur á Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu. Systkini hans voru bćđi í VMA á sínum tíma, Ţröstur Gísli er útskrifađur smiđur og Ugla Stefanía, sem hefur veriđ í framvarđasveit transfólks hér á landi og erlendis – og var á lista BBC á síđasta ári yfir hundrađ áhrifamestu konur heims – var til hliđar viđ nám sitt í VMA ötul í félagslífinu í skólanum, m.a. í stjórn Ţórdunu og Leikfélagi VMA.

Sem fyrr er Örn Smári međ mörg járn í eldinum. Auk námsins í VMA er hann á fullu í tónlistinni og sömuleiđis leiklistinni. Leiklistarbakterían hefur ekki látiđ hann í friđi síđan hann lék í uppfćrslu Leikfélags VMA á Ávaxtakörfunni og sama ár lék hann í uppfćrslu Leikfélags Akureyrar á Kabarett. Áfram heldur Örn Smári á leiklistarbrautinni og leikur nú í uppfćrslu Leikfélags VMA á Tröllum, sem verđur frumsýnd í Hofi í febrúar. Núna eru stífar ćfingar og svo verđur fram ađ frumsýningu í Hofi 16. febrúar.

„Ég hafđi aldrei áhuga á leiklist en Freysteinn vinur minn dró mig í prufur fyrir Ávaxtakörfuna og ég hugsađi međ mér ađ ţeim loknum ađ ţađ vćri nú engin hćtta á ţví ađ ég fengi hlutverk. En síđan fékk ég símtal ţess efnis ađ mér hefđi veriđ úthlutađ hlutverki Guffa banana, sem var stórt fyrir mig sem hafđi aldrei leikiđ á sviđi. Ţar međ var teningnum kastađ og ég fékk bakteríuna. Ţau tćkifćri sem ég hef fengiđ í ţessum skóla hafa tvímćlalaust mótađ mig og beint mér inn á ţćr brautir sem ég ćtla ađ feta í framtíđinni og fyrir ţađ er ég ţakklátur. Fjölbreytnin hér er mikil og hún hefur hentađ mér vel,“ segir Örn Smári.

Um framtíđina, ađ loknu námi í VMA, segir Örn Smári ađ sé nokkuđ ljóst ađ hann muni leggja áherslu á tónlist og leiklist. Hann segist hafa áhuga á ţví ađ lćra m.a. tónfrćđi og á gítar og fara jafnframt í söngnám. En leiklistin togi hann líka til sín, á hvađa hátt svo sem ţađ kunni ađ verđa í framtíđinni. Hún ein muni skera úr um ţađ.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00