Fara í efni

VMA fékk styrk í norrænt samstarfsverkefni (NORDPLUS)

Verkefni þetta hefur enska titilinn "Nordic mindfulness. The link between nature and health." Verkefnið mun hafa náttúruna sem umfjöllunarefni og hvernig við notum/og getum notað náttúruna til heilsueflingar fyrir ungt fólk. Verkefni þetta hefur enska titilinn "Nordic mindfulness. The link between nature and health." Verkefnið mun hafa náttúruna sem umfjöllunarefni og hvernig við notum/og getum notað náttúruna til heilsueflingar fyrir ungt fólk.

Ein spurning sem reynt verður að svara í verkefninu er þessi: "Hvernig fáum við fleira ungt fólk út í náttúruna bæði til að hreyfa sig og til að njóta hennar á annan hátt ?"

Í þessu verkefni eru fjórir framhaldsskólar. Fyrir utan VMA er skóli í Hadeland videregående skole í Noregi, Burgården gymnasium í Gautaborg í Svíþjóð og skóli í bænum Kuressaare á eyjunni Saaremaa í Eistlandi.

Dagana 10.-15. september fóru 5 nemendur af íþróttabraut VMA til Svíþjóðar þar sem fyrsti "hittingurinn" var. Hópurinn hélt til á Tjärnö þar sem Háskólinn í Gautaborg er með starfsstöð í sjávarlíffræði/lífeðlisfræði. Þar kynntust nemendur sænska skerjagarðinum, farið var í bátsferð á Koster-eyjarnar og farið í gönguferðir um svæðið. Einnig hlýddu nemendur á fyrirlestra um náttúruverndarsvæðið sem er þarna og fengu að skoða sig um á rannsóknarstofum Háskólans. Síðan unnu nemendur saman í litlum hópum að mismunandi verkefnum.
 
6 nemendur komu frá Svíþjóð, 6 frá Noregi, 4 frá Eistlandi og síðan 5 frá VMA. 8 kennarar frá voru með hópnum frá löndunum. Kennari frá VMA var Ólafur Björnsson.
 
Heimasíða um verkefnið verður opnuð á næstu dögum og koma þá upplýsingar um það á heimasíðu VMA.
 
Myndirnar eru af hópnum á leið út í Koster-eyjarnar og einnig þegar pylsur voru grillaðar úti í eyjunum. Svo eru tveir nemendur VMA að stökkva út í sjóinn kl. 08.00 um morguninn !