Fara í efni

VMA á Starfamessu í HA í dag

VMA tekur þátt í „Starfamessu“ grunnskólanna á Akureyri í Háskólanum á Akureyri í dag, föstudaginn 1. febrúar, kl. 10-12.

Þetta er þriðja árið sem náms- og starfsráðgjafar í samvinnu við fræðslusvið Akureyrarbæjar standa fyrir Starfamessu en þar kynna ýmis fyrirtæki og stofnanir starfsemi sína. Grunnskólanemum í 9. bekk gefst kostur á að kynna sér ýmsar starfsgreinar og þær leiðir sem bjóðast í námi til þess að starfa í þeim.