Fara í efni

VMA á Starfamessu í Háskólanum á Akureyri í dag

Starfamessan verður í HA í dag kl. 09-11.
Starfamessan verður í HA í dag kl. 09-11.

VMA verður meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja og stofnana sem kynna starfsemi sína á svokallaðri “Starfamessu grunnskóla Akureyrarbæjar” í Háskólanum á Akureyri í dag, föstudag, kl. 09:00-11:00.

Þetta er annað árið sem náms- og starfsráðgjafar í samvinnu við fræðslusvið Akureyrarbæjar standa fyrir slíkri Starfamessu. Markmiðið er að grunnskólanemum í 9. og 10. bekk grunnskóla gefist kostur á að kynnast fjölbreyttri atvinnustarfsemi í bænum og þeim möguleikum sem þeirra bíða í framtíðinni. Fyrirtækjum er boðið að kynna starfsemi sína á Starfamessunni og komust færri að en vildu í fyrra.

Starfamessan verður góður upptaktur að kynningu VMA fyrir grunnskólanema á Akureyri og í nágrenni sem verða í næstu viku í skólanum.