Fara í efni  

VMA á Mín framtíđ 2019

Fimmtán nemendur úr VMA taka ţátt í Íslandsmóti iđn- og verkgreina sem hefst í Laugardalshöllinni í Reykjavík í dag og lýkur nk. laugardag. Međ ţeim verđa nokkrir kennarar og einnig verđa Sigríđur Huld Jónsdóttir, skólameistari og Svava Hrönn Magnúsdóttir, námsráđgjafi, í Laugardalshöllinni ţessa daga ađ kynna VMA, en skólinn verđur međ sameiginlegan kynningarbás međ MA ţar sem skólarnir verđa kynntir, skólabćrinn Akureyri og Heimavist MA og VMA.

Íslandsmót iđn- og verkgreina ber ađ ţessu sinni yfirskriftina Mín framtíđ 2019. Ađ ţessu sinni verđur keppt í bakaraiđn, bifreiđasmíđi, bifvélavirkjun, bílamálun, blómaskreytingum,  fataiđn, forritun, framreiđslu, grafískri miđlun, gull- og silfursmíđi, hársnyrtiiđn, hönnun vökvakerfa, kjötiđn, kćlitćkni, leguskiptum, matreiđslu, málaraiđn, málsmuđu, múraraiđn, pípulögnum, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúđgarđyrkju, snyrtifrćđi, trésmíđi og vegg- og dúkfóđrun.

Nemendurnir fimmtán frá VMA sem taka ţátt í Íslandsmótinu í ár skiptast svo á deildir skólans: Rafiđn - 5 nemendur, háriđn - 3 nemendur, málmiđngreinar - suđukeppni - 4 nemendur, vélstjórn - 2 nemendur og byggingadeild - 1 nemi.

Í ţađ heila mun á fjórđa tug skóla kynna starfsemi sína í Laugardalshöllinni í tengslum viđ Íslandsmót iđn- og verkgreina.

Einnig verđa ţar međ kynningar BMX BRÓS, Erasmus +, FabLab Reykjavík, Fagkonur, Félag náms- og starfsráđgjafa, Iđan frćđslusetur, Iđnú, Kvasir- samtök símenntunarmiđstöđva, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Rafmennt, Team Spark og Verksmiđjan RÚV.

Í dag og á morgun er gert ráđ fyrir ţví ađ um 7000 grunnskólanemar leggi leiđ sína í Laugardalshöllina til ţess ađ fá á einu bretti upplýsingar um ţađ nám sem stendur ţeim til bođa ađ grunnskólanum loknum.

Nćstkomandi laugardag verđur efnt til fjölskyldudags í Laugardalshöll frá kl.10:00 til 16:00 ţar sem fólk getur komiđ og fengiđ upplýsingar, fylgst međ og gert ýmislegt skemmtilegt. Í bođi verđur m.a. ađ helluleggja, klippa, flétta, krulla eđa slétta hár, teikna grafík í sýndarveruleika, splćsa net, fara í ratleik, fara á ýmis örnámskeiđ, mćla blóđţrýsting, planta frćjum, ţrívíddarprentun, smíđa, prófa vélmenni, bora, sauma á iđnađarsaumavél, leysa ţrautir og fá verđlaun, sjá mjaltir og rúningu og ađ taka ţátt í ađ útbúa lengstu blómaskreytingu sem gerđ hefur veriđ á Íslandi.

Vert er ađ undirstrika ađ ókeypis ađgangur er í Laugardalshöllina.

Dagskráin ţessa ţrjá daga er sem hér segir:

Fimmtudagur 14. mars
kl. 08:20 Opnunarhátíđ
kl. 09:10 Keppni á Íslandsmóti hefst og „Prófađu“ básar
kl. 09:10 Framhaldsskólakynning hefst
kl. 14:00 Opiđ fyrir almenning
kl. 16:30 Keppni á Íslandsmóti frestađ til morguns
kl. 17:00 Framhaldsskólakynningu lýkur

Föstudagur 15. mars
kl. 08:30 Keppni á Íslandsmóti heldur áfram og „Prófađu“ básar
kl. 09:00 Framhaldsskólakynning hefst
kl. 14:00 Opiđ fyrir almenning
kl. 16:30 Keppni á Íslandsmóti frestađ til morguns
kl. 17:00 Framhaldsskólakynningu lýkur

Laugardagur 16. mars
kl. 10:00 Keppni á Íslandsmóti heldur áfram
kl. 10:00 Fjölskyldudagur – Fjör og frćđsla Framhaldsskólakynning og „Prófađu“ básar
kl. 15:00 Keppni á Íslandsmóti lýkur
kl. 16:00 Kynningu lýkur og hús lokar
kl. 16:30 Lokahátíđ og verđlaunaafhending

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00