Fara í efni  

Vinnustađanám nýjung í hársnyrtiiđn

Vinnustađanám nýjung í hársnyrtiiđn
Nemendur á ţriđju önn eru ađ hefja vinnustađanám.

Í dag, fimmtudag, hefst nýr ţáttur í námi ţriđju annar nemenda í hársnyrtiiđn í VMA sem felst í vinnustađanámi. Ţetta er unniđ í samstarfi viđ hársnyrtistofur á Akureyri og felst í ţví ađ hver nemandi fer einu sinni í viku, samtals í tíu skipti, á viđkomandi hársnyrtistofu, fjórar klukkustundir í senn,  og er markmiđiđ ađ nemendur kynnist faginu frá öllum hliđum og kynnist vinnubrögđum viđ raunverulegar starfsađstćđur. Slíkt vinnustađanám er einnig áćtlađ á fjórđu og fimmtu önn.

Harpa Birgisdóttir kennari í hársnyrtigreinum segir ánćgjulegt ađ finna hversu vel meistarar á hársnyrtistofunum hafi tekiđ í ţessa nýbreytni í náminu enda segir hún lykilatriđiđ ađ samstarf milli skólans og viđkomandi fyrirtćkja sé gott. Harpa segir ađ lengi hafi veriđ horft til ţess ađ taka upp ţennan ţátt í náminu og međ gerđ nýrrar námsskrár hafi ţetta veriđ mögulegt. Tćkniskólinn hafi í fyrsta skipti prófađ slíkt vinnustađanám sl. vetur og ţađ hafi gefiđ góđa raun. Reynsla hans muni nýtast vel viđ skipulagningu og framkvćmd vinnustađanáms hársnyrtinema í VMA.

„Ég tel ađ ţetta sé mjög jákvćtt skref á allan hátt. Ţađ er vert ađ undirstrika ađ hér er um ađ rćđa námsáfanga til jafns viđ ađra námsáfanga sem nemendur taka hér í skólanum og ţeir ţurfa ađ sjálfsögđu ađ standast hann. Ađ mínu mati ćtti vinnustađanám á ţessum tímapunkti ađ auđvelda nemendum ađ komast ađ raun um hvort ţeir vilji leggja ţetta starf fyrir sig í framtíđinni. Ţađ gćti líka auđveldađ áhugasömum nemendum ađ komast síđar á námssamning. Í lok annarinnar munum viđ hitta meistarana á stofunum og fara yfir hvernig til hafi tekist. Ég hef fulla trú á ađ hér sé veriđ ađ taka gott skref fram á viđ í ţessu námi,“ segir Harpa Birgisdóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00