Fara efni  

Viltu taka tt ger myndbands um slenskt ml?

september nk. er tlunin a taka upp Reykjavk samnorrnan tt um slenskt ml og af v tilefni stendur n yfir leit a tveimur hfileikarkum einstaklingum af bum kynjum aldrinum 15-20 ra sem gtu teki a sr a stjrna ttinum. VMA er eins og rum framhaldssklum landsins fullt af hfileikarku flki sem er fullfrt um a taka a sr etta spennandi verkefni. Um er a ra launaa vinnu. N er um a gera a skja um!

Í september nk. er ætlunin að taka upp í Reykjavík samnorrænan þátt um íslenskt mál og af því tilefni stendur nú yfir leit að tveimur hæfileikaríkum einstaklingum – af báðum kynjum – á aldrinum 15-20 ára sem gætu tekið að sér að stjórna þættinum. Í VMA er eins og í öðrum framhaldsskólum landsins fullt af hæfileikaríku fólki sem er fullfært um að taka að sér þetta spennandi verkefni. Um er að ræða launaða vinnu. Nú er um að gera að sækja um!

Þátturinn er framleiddur og unninn af norska kvikmyndafyrirtækinu Snöball Film í samvinnu við Samtök móðurmálskennara og er ætlaður nemendum á öllum Norðurlöndunum. Nú þegar hafa verið gerðir sambærilegir þættir um dönsku, norsku og sænsku og eru þeir allir aðgengilegir á vefsíðunni Nordiskesprak.net. Þátturinn um íslenskuna verður einnig aðgengilegur á þessari vefsíðu.

Það sem beðið er um er að áhugasamir sendi  úr farsímum sínum myndbandsupptöku þar sem viðkomandi segi frá uppáhaldsorði sínu í íslensku og einnig komi fram rökstuðningur fyrir því. Einnig komi fram í þessu stutta myndbandi hvaða orð eða orðatiltæki viðkomandi notar í samtölum við vini sína.

Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Myndbandsprufurnar skal senda á Knut Åge Teigen, upptökustjóra hjá Snöball Film í Oslo á netfangið knut@snoball.no


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.