Fara í efni

Viltu fara í rithöfundaskóla í Svíþjóð?

Vert er að vekja athygli á því að í sumar býðst ungmennum á aldrinum 15 – 18 ára að taka þátt sumarnámskeiði í rithöfundaskóla á Biskops-Arnö lýðháskólanum fyrir utan Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta er kjörið tækifæri fyrir ungt fólk sem hefur ánægju af því að skrifa að fá leiðsögn hjá reyndum kennurum og umgangast aðra unga Norðurlandabúa með sömu áhugamál, auk þess að bæta tungumálakunnáttuna. Umsóknarfrestur er til 13. apríl nk.

Vert er að vekja athygli á því að í sumar býðst ungmennum á aldrinum 15 – 18 ára að taka þátt sumarnámskeiði í rithöfundaskóla á Biskops-Arnö lýðháskólanum fyrir utan Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta er kjörið tækifæri fyrir ungt fólk sem hefur ánægju af því að skrifa að fá leiðsögn hjá reyndum kennurum og umgangast aðra unga Norðurlandabúa með sömu áhugamál, auk þess að bæta tungumálakunnáttuna. Umsóknarfrestur er til 13. apríl nk.

Þetta námskeið fer fram dagana 3. – 9. ágúst nk. og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Ferðir, uppihald og kennsla eru í boði verkefnisins. 
Þetta er annað árið sem þetta námskeið er haldið. Síðastliðið sumar tóku sjö íslensk ungmenni þátt en flestir þátttakendur voru frá Íslandi og Finnlandi. Heildarfjöldi þátttakenda er 30. Einn þátttakendanna, Unnur Mjöll Jónsdóttir, lýsti vikudvöl sinni í rithöfundaskólanum sem „bestu viku lífsins hingað til“ í viðtali við Austurfrétt.  

Norræna félagið í Svíþjóð og lýðháskólinn við Biskop-Arnö standa að námskeiðinu með fjárstuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar og í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi sem er íslenskur tengiliður verkefnisins. 
Frekari upplýsingar um rithöfundaskólann má finna á heimasíðu Norræna félagsins
Tengiliður verkefnisins á Íslandi er Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri hjá Norræna félagsinu á Íslandi. Netfang hans er stefan@norden.is