Vilt þú hafa áhrif á það hvernig er að búa í dreifbýli?
24.10.2025
Ertu til í að taka þátt í umræðu um það hvernig ungt fólk getur tekið virkan þátt í umræðu um framtíðina?
Verkefnið Connect-R er Erasmus+ verkefni sem VMA og nemendafélagið Þórduna taka þátt í.
Umfjöllunarefni verkefnisins eru meðal annars:
- Dreifbýl svæði
- Starfsmenntakerfi og menntunarmöguleikar
- Hvernig gerum við dreifbýl svæði eftirsótt til búsetu?
- Ungt fólk og möguleikar á að hafa áhrif á framtíð svæðisins
Við höldum umræðufundi hér á svæðinu og erum í samskiptum við ungt fólk í öðrum löndum. Hluti af verkefninu er að 10 nemendur heimsækja Evrópuþingið í Strasbourg í Frakklandi í maí 2026.
Ef þú hefur áhuga þarftu að senda tölvupóst til solveig.elisabetardottir@vma.is og taka svo þátt í umræðufundi í VMA þriðjudaginn 28. október 2025 kl. 15.30 – 17:00.