Fara í efni  

Vildi virkja myndlistargenin

Vildi virkja myndlistargenin
Agnes Ísól Friđriksdóttir.

Hún fór á myndlistarlínu listnámsbrautar VMA og er ađ ljúka ţví námi á ţessari önn. Stúdentsprófinu hyggst hún síđan ljúka í vor. Akureyringurinn Agnes Ísól Friđriksdóttir.

Henni vefst tunga um tönn ţegar hún er spurđ ađ ţví hvort hún sé frá Akureyri. Já, segir hún en bćtir síđan viđ: „Annars hef ég búiđ víđa. Ég var á Akureyri en fór síđan burtu í mörg ár en kom aftur.“ Leiđin lá til Reykjavíkur, Kanada, Tálknafjarđar, Eyjafjarđarsveitar og loks Akureyrar. „Ég var í öđrum bekk í grunnskóla ţegar viđ vorum í Kanada. Ţó langt sé um liđiđ er sá tími mér eftirminnilegur. Menningin ţar er um margt ólík ţví sem mađur ţekkir hér heima,“ segir Agnes.

Ţađ kom eiginlega ekkert annađ til greina en listnám. Strax á leikskóla komu í ljós ákveđnir hćfileikar til ţess ađ púsla og mála. Móđir Agnesar, Helga Sigríđur Valdimarsdóttir, er myndlistarmađur og er raunar sem stendur međ sýningu á verkum sínum í Menningarhúsinu Hofi. Og sl. laugardag var opnuđ sýning á verkum brautskráningarnema listnámsbrautar VMA í Ketilshúsinu og ţar sýnir Agnes akrílverk eins og hún gerir einnig ţessa dagana viđ austurinngang VMA. Myndlistargenin er ţví til stađar hjá Agnesi en hún er óráđin hvort hún virkjar ţau til frekari náms í myndlist. Hún segir ţađ mögulegt en eitthvađ tengt kvikmyndagerđ komi einnig til greina – og ţá sé horft til skóla erlendis. En allt kemur ţetta í ljós í fyllingu tímans.

Agnes segir ađ listnámiđ í VMA hafi gefiđ sér margt. Hún hafi lengi veriđ feimin ađ leyfa öđrum ađ sjá listsköpun sína en sér hafi lćrst í náminu ađ yfirstíga ţennan ósýnilega ţröskuld og nú veitist henni ţađ auđveldara.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00