Fara í efni  

Vill auka veg verknámsins

Vill auka veg verknámsins
Davíđ S. Jónsson, form. Samb. ísl. framh.skólanema

“Ég tel án nokkurs vafa ađ ţađ ţurfi áfram ađ gera sérstakt átak til ţess ađ kynna ţá möguleika sem iđn- og tćkninám býđur upp á. Ţetta málefni hefur veriđ mér lengi hugleikiđ enda hef ég sjálfur lokiđ grafískri miđlun í Tćkniskólanum og er núna ađ taka áfanga til ţess ađ ljúka stúdentsprófi,” segir Davíđ Snćr Jónsson, formađur Sambands íslenskra framhaldsskólanema, sem birti áhugaverđa hugvekju um stöđu iđn- og verknáms á Vísi.is í síđustu viku.

Davíđ Snćr segir óneitanlega eilífđar verkefni ađ brjóta niđur múra gagnvart verknámi, ímyndađa múra sem séu fyrir hendi fyrst og fremst vegna fákunnáttu. Stađreyndin sé sú ađ allt of margir bćđi vćntanlegir framhaldsskólanemendur og foreldrar ţeirra geri sér engan veginn grein fyrir ţeim miklu möguleikum sem felist í ţví ađ fara í verknám. Ţađ gefi starfsréttindi og međ ţví ađ bćta viđ sig tilskildum áföngum geti nemendur einnig lokiđ stúdentsprófi - á skemmri tíma en margur hyggi. Ţar međ hafi nemendur í farteskinu verknám og stúdentspróf og standi afar sterkt ađ vígi gagnvart frekara námi á háskólastigi.

“Ţađ er vissulega gleđiefni ađ ný ríkisstjórn sé međ í stjórnarsáttmála sínum áherslu á iđn- og tćkninám og ég bind miklar vonir viđ ađ menntamálaráđherra muni fylgja ţessum áherslum eftir. Ţađ hefur reyndar lengi veriđ talađ á ţessum nótum af hálfu stjórnmálamanna en ákvćđi um ţetta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar bendir til ţess ađ nú verđi ţetta meira en orđin tóm. Ég trúi ţví ađ viđ ţetta verđi stađiđ,” segir Davíđ Snćr og leggur áherslu á ađ á tímum fjórđu iđnbyltingarinnar sé meiri ástćđa til en nokkru sinni fyrr ađ stjórnvöld sýni hug sinni í verki og styđji viđ verknámiđ í landinu.

Eitt af ţeim atriđum sem Davíđ Snćr telur ađ ţurfi ađ skođa gaumgćfilega er ađ grunnskólanemendur fái kynningar sínar á framhaldsskólanum strax í 8. bekk – en ekki 10. eđa 9. bekk, eins og nú er. Ţannig gefist nemendum rýmri tími til ţess ađ kynna sér ţađ fjölbreytta námsval sem bíđi ţeirra í framhaldsskólanum. “Ţađ er ýmislegt sem má gera til ţess ađ ýta undir áhuga nemenda á verknámi. Til fjölda ára hefur fyrst og fremst veriđ bođiđ upp á matreiđslu og handavinnu inni í grunnskólunum. Allt gott um ţađ ađ segja en ég tel ađ miklu meira ţurfi ađ koma til. Mér er kunnugt um skóla í Hafnarfirđi sem býđur nemendum sínum upp á verklegan valáfanga í Tćkniskólanum. Međ ţessum hćtti fá nemendur ađ prófa sig áfram og fá jafnframt tilfinningu fyrir verknáminu. Ţetta finnst mér jákvćtt og tel ađ mćtti gera miklu meira af slíku,” segir Davíđ Snćr.

Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur á hverju skólaári ákveđnar áherslur í sínu starfi. Davíđ Snćr segir ađ stjórn sambandsins hafi ákveđiđ ađ ein af áherslum nćsta skólaárs verđi á verk- og tćkninám. Hann segir ađ ekki hafi veriđ ađ fullu mótađ hvernig ţađ verđi gert en ađ ţví sé unniđ ţessar vikurnar og nýrrar stjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema verđi ađ fylgja málinu eftir á nćsta skólaári.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00