Fara í efni

Vika símenntunar í iðnaði á Norðurlandi

Iðan fræðslusetur stendur þessa viku fyrir „Viku símenntunar í iðnaði á Norðurlandi“ og verður af því tilefni fjöldi áhugaverðra námskeiða á Akureyri. Auk þess verður kynning á iðn- og verknámi og starfsmenn Iðunnarar munu heimsækja vinnustaði. Þessi kynning á símenntun í iðnaði fellur saman við kynningardag VMA sem verður nk. fimmtudag, 10. október.

Iðan fræðslusetur stendur þessa viku fyrir „Viku símenntunar í iðnaði á Norðurlandi“ og verður af því tilefni fjöldi áhugaverðra námskeiða á Akureyri.  Auk þess verður kynning á iðn- og verknámi og starfsmenn Iðunnarar munu heimsækja vinnustaði. Þessi kynning á símenntun í iðnaði fellur saman við kynningardag VMA sem verður nk. fimmtudag, 10. október.

Vika símenntunar í iðnaði hófst í Skipagötu 14 á Akureyri í gær og síðan rekur hver viðburðurinn annan. Hér skal tæpt á þeim námskeiðum og kynningum sem hafa verið ákveðin í tengslum við þessa viku í húsakynnum VMA en nánari upplýsingar um alla dagskrárliði vikunnar, í hvað verður farið á námskeiðunum, námskeiðsgjöld og hvernig unnt er að skrá sig á námskeiðin má finna hér.

Framsækin og sígild Bordeaux vín
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu fagfólks á Bordeaux
vínum, uppruna þeirra, fjölbreytileika og flokkunarkerfi vínanna.
Fjallað er um jarðveg, þrúgur og vínviðinn, framleiðsluaðferðir,
flokkunarkerfi, merkingar, flöskumiða, víntegundir og fjölbreytileika
Bordeaux vína.
Námskeiðið er unnið í samstarfi við Vínskólann.
Kennari: Dominique Plédel Jónsson.
Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri
Tími: 9. október kl. 14.00 - 17.00

CABAS
Námskeiðið er aðeins ætlað aðilum með fagmenntun í bílgreinum en markmiðið er að þeir sem hafa öðlast grunnþekkingu á CABAS tjónamatskerfinu, eins og hér er boðið upp á, séu færir um að nýta sér miðlæga CABAS tjónamatskerfið til að gera nákvæmt tjónamat á ökutæki ásamt því að setja inn upplýsingar samkvæmt leiðbeiningum og túlkunum í CABAS.
Á námskeiðinu er fjallað um grunngildi CABAS og forsögu ásamt uppbyggingu og notkunarmöguleikum CABAS tjónamatskerfisins í dag. Eru þátttakendur þjálfaðir í að öðlast góðan skilning og færni á vönduðu tjónamati ásamt notkun kerfisins.
Kennari:
 Jóhann Þór Halldórsson
Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Tími: 9. og 10. október kl. 8.00 - 16.00.

HACCP - Innra eftirlit í kjötvinnslum
Markmið með námskeiðinu er að efla þekkingu starfsfólks á innra eftirliti og hollustuháttum í kjötvinnslum, um meðferð og öryggi matvæla og góðum framleiðsluháttum. Fjallað er um HACCAP kerfið, fyrirbyggjandi ráðstafanir, vöxt og vaxtarskilyrði örvera, matarsjúkdóma af völdum örvera, rekjanleika og mikilvægi almenns og persónulegs hreinlætis. Þjálfuð er leikni í að greina smitleiðir örvera og meta mikilvægi hollustuhátta í kjötvinnslum, hættugreining, viðmiðunarmörk og vöktun.
Kennarar: Margeir Gissurarson.
Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Tími: 9. og 19. október kl. 8.00 - 16.00.

Eftirréttir
Eftirréttir, bragð og áferð
Markmið námskeiðsins er að efla hæfni þátttakenda í gerð eftirrétta. Farið verður yfir temprun á súkkulaði, aðferðafræði, meðferð og hitastig í gerð eftirrétta.
Kennari:
 Ásgeir Þór Tómasson, bakarameistari og konditor.
Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Tími: 9. október kl. 15.00 - 21.00

Einfalt grænt námskeið
Á fyrirlestrinum lærir þú að þekkja verstu efnin í hársnyrtivörum þannig að þú eigir auðveldara með að verja þig og halda þé lengur í faginu. Þarfir viðskiptavina eru ólíkar og allir vilja mæta kröfum þeirra eins og best verður á kosið. Græna leiðin er ein leið til að auka framboð á þjónustu.
Rán rekur sína eigin stofu og hefur síðastliðin fimm ár unnið með grænar hársnyrtivörur. Frá október 2011 hefur hún fylgt Norrænni áætlun sem snýr að því hvernig græn hárstofa starfar. Lárus þekkir græna stefnu fyrir hársnyrta mjög vel og hefur tekið þátt í norrænu verkefni á vegum Nordisk frisør frá árinu 2005 sem fjallar um grænar hársnyrtivörur. Árið 2010 tók hann þátt í að hanna og setja upp græna stofu í Danmörku þar sem hann starfaði um tíma.
Kennarar
: Rán Reynisdóttir og Lárus Sölvason.
Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Tími: 9. október kl. 10.00 - 12.00
Aðgangur er ókeypis

App fyrir Android
Langar þig að búa til app fyrir Android símann þinn eða spjaldtölvuna?
Á þessu námskeiði lærir þú að gera app fyrir Android með tóli sem krefst engrar forritunarkunnáttu. Farið er í gegnum ýmis grunn hugtök og ferlið útskýrt og framkvæmt, alla leið frá hugmynd að fullbúinni vöru sem keyrir í símanum þínum. Allt er hægt, hvað langar þig til að gera?! Markmið námskeiðins er að þátttakendur læri á MIT App Inventor fyrir Android og geti búið til sitt eigið app sem keyrir á þeim símum og spjaldtölvum sem óskað er eftir. Engrar forritunarkunnáttu er krafist, aðeins viljans til að leika sér og prufa sig áfram.
Kennari:
 Berglind Káradóttir.
Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Tími: 10. október kl. 9.00 - 18.00

Rafmagn
Álag, spennufalls, leiðni og aðrar mælingar.
Á þessu námskeiði afla nemendur sér haldgóðrar þekkingar á mikilvægi skipulags við bilanagreiningu og aðferðum þar að lútandi. Markmiðið er að fara yfir uppbyggingu skipulags við bilanagreiningar og er lögð áhersla á verkefnavinnu. Þátttakendur þjálfa ennfremur leikni sína í skipulagi og framkvæmd bilanagreininga á árangursríkan hátt, með greiningatækjum og afgasmæli. Þar kemur Halldór I. Hauksson sterkur inn og ætlar að leiða ykkur um frumskóga aflestratækjanna. Hvernig á að tengja græjurnar, lesa af þeim og nota upplýsingar sem þær gefa frá sér til að lagafæra ökutækið?
Kennarar:
 Krisján M. Gunnarsson og Halldór I. Hauksson.
Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Tími: 11. október kl. 13.00-17.00 og 12. okt. kl. 8.00-16.00.