Fara í efni

Vika Málm- og véltæknigreina verður haldin frá 17. til 22. september næstkomandi

Stálsmiðahópur með verkefnin sín
Stálsmiðahópur með verkefnin sín
Verkmenntaskólinn á Akureyri ásamt stéttarfélögum og aðilum úr atvinnulífinu í nærumhverfi skólans standa að Viku Málm- og véltæknigreina frá 17. til 22. september næstkomandi. Sérstök athygli er vakin á málþinginu mánudaginn 17. september. Skráning á málþingið fer fram með því að senda á netfangið huld@vma.is.

Verkmenntaskólinn á Akureyri ásamt stéttarfélögum og aðilum úr atvinnulífinu í nærumhverfi skólans standa að Viku Málm- og véltæknigreina frá 17. til 22. september næstkomandi. Dagskráin er í stórum dráttum þessi:

Mánudagur 17. september: kl. 16-19; Málþing í VMA. Framtíðarsýn atvinnulífs og skóla – samvinna samfélagsins til framtíðar. Á málþinginu verða stutt erindi frá atvinnurekendum, núverandi og fyrrverandi nemendum skólans og fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins. Í kjölfarið verða umræður með Þjóðfundarsniði. Stofnað verður fagráð í málm- og véltæknigreinum og Hollvinasamtök VMA.  Til að senda skráningu á málþingið smellið hér

Þriðjudagur 18. september: kl. 17-19; IÐAN kynnir starfsemi sína í Alþýðuhúsinu 4. hæð.
Miðvikudagur 19. september
: 14-18; Safna og sögudagur, ýmis söfn er tengjast greinunum hafa opið fyrir almenning í boði FMA og VA.
Fimmtudagur 20. september
: 18-20; Sögusigling á Húna II í boði Slippsins.
Föstudagur 21. september: 12-16; Æfingar í suðuhermi í VMA. Grunnskólanemendur sérstaklega velkomnir.
Laugardagur 22. september: 11-16; Opið hús á málmsmíðaverkstæði og í vélstjórnardeild VMA í tilefni af 30 ára kennsluafmæli á Eyrarlandsholti.

Sérstök athygli er vakin á málþinginu mánudaginn 17. september. Skráning á málþingið fer fram í gegnum heimasíðu VMA eða með því að senda á netfangið huld@vma.is.

Einnig er vert að vekja athygli á Opnu húsi hjá VMA laugardaginn 22. september þar sem við fögnum 30 ára farsælu starfi á Eyrarlandsholti. Meðal annars mun fara fram suðukeppni í hermum þar sem ýmsir aðilar taka þátt m.a. þingmenn, skólastjórnendur ásamt núverandi og fyrrverandi nemendum skólans. Sérstök hátíðarmóttaka verður í sal málmsmíðaverkstæðisins kl. 13.30.

Til að gera daginn sem skemmtilegastan hefur undirbúningshópurinn safnað saman gömlum myndum úr starfi skólans, fyrirtækja og aðila úr þessum geira og stefnum við að sýningu á opna deginum á því sem okkur tekst að safna saman. Fyrirtækjum er velkomið að senda inn efni sem á erindi inn í myndasýninguna og má senda myndir á: hilmar@vma.is sem sér um að koma þeim inn í sýninguna.

Fyrirtækjum verður einnig velkomið að vera með kynningu á starfsemi sinni t.d. setja upp fána eða logo, vera með bæklinga á staðnum eða annað. Viðkomandi hafi þá samband við Sigríði Huld aðstoðarskólameistara (huld@vma.is).

Vélstjórnarnemar gera upp túrbínu
Vélstjórnarnemar VMA gera upp túrbínu

Í undirbúningshópnum hafa starfað; Hjalti Jón Sveinsson skólameistari, Sigríður Huld aðstoðarskólameistari, Baldvin Ringsted kennslustjóri tæknisviðs, Jóhann Sigurðsson formaður FMA, Svavar Sigmundsson frá Slippnum, Stefán Steindórsson frá Norðurorku og Áskell Þór Gíslason frá Höldi. FMA, VM, Becromal, Slippurinn og Norðurorka hafa styrkt ýmsa viðburði í þessari viku.

Fyrir hönd samstarfshópsins
Hjalti Jón Sveinsson skólameistari