Fara í efni

Vika í frumsýningu - miðasala á Tix.is

Nú styttist óðfluga í frumsýningu á farsanum Bót og betrun í uppfærslu Leikfélags VMA. Hún verður í Gryfjunni eftir nákvæmlega viku, föstudagskvöldið 3. febrúar kl. 20:00.

Nú er um að gera að kaupa miða hið fyrsta. Fjórar sýningar eru komnar í sölu á Tix.is - frumsýningin 3. febrúar, 2. sýning laugardaginn 4. febrúar, 3. sýning föstudaginn 10. febrúar og 4. sýning laugardaginn 11. febrúar. Allar sýningarnar hefjast kl. 20:00.