Fara í efni  

Vika forvarna í VMA

Vika forvarna í VMA
Áhugaverđ dagskrá verđur í VMA í ţessari viku.

Eins og fram hefur komiđ hér á heimasíđunni verđur ţema ţessarar viku í VMA forvarnir ţar sem sjónum verđur beint ađ fíkniefnum og ofnotkun lyfseđilsskyldra lyfja. Um undirbúning og framkvćmd ţessarar viku sjá nemendur í áfanga í viđburđastjórnun undir handleiđslu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur. Dagskráin hefst í dag en síđasti dagskrárliđur verđur nk. fimmtudagskvöld. Eftirfarandi er dagskrá vikunnar:

Mánudagur 22. október

Kl. 13.15-14.40 – Málstofa í M01 ţar sem nemendur í VMA sem ţekkja af eigin raun skuggahliđar neyslu segja sína sögu.

Ţriđjudagur 23. október

Kl. 12:05 - Nemendur í VMA mynda kćrleikskeđju kringum skólahúsin til minningar um ţađ unga fólk sem hefur látist af völdum fíkniefna og lyfseđilsskyldra lyfja. Ţegar keđjan hefur veriđ mynduđ verđur tveggja mínútna ţögn til ađ heiđra minningu ţessa unga fólks.

Kl. 19:00 – Bingó í Gryfjunni. Ágóđanum verđur variđ til ţess ađ greiđa útlagđan kostnađ vegna forvarnavikunnar og styrkja Minningarsjóđ Einars Darra. Bingóiđ verđur öllum opiđ og eru allir sem vettlingi geta valdiđ hvattir til ađ mćta og eiga saman góđa stund og styrkja um leiđ gott málefni.  Spjaldiđ kostar 500 kr. en 300 kr. í hléi.

Miđvikudagur 24. október

Kl. 09:55-11:20 – Heimildaţćttirnir Lof mér ađ lifa, sem sýndir voru á RÚV á dögunum, fjalla um gerđ myndar Baldvins Z Lof mér ađ falla. Ţćttirnir verđa sýndir í M01.

Fimmtudagur 25. október

Kl. 11:45-13:30 – Forvarnadagur í Gryfjunni. Fulltrúar frá Minningarsjóđi Einars Darra flytja ávörp, tónlist verđur flutt o.fl.

Kl. 19:00 – Forvarna- og skemmtikvöld í Gryfjunni. Ávörp flytja Hilda Jana Gísladóttir bćjarfulltrúi á Akureyri, fulltrúar Minningarsjóđs Einars Darra og Saga Nazari sem jafnframt mun flytja tónlist sína. Öll munu ţau segja reyslusögur tengdar fíkniefnum og lyfseđilsskyldum lyfjum. Einnig verđur Stefán Haukur Björnsson Waage međ tónlistaratriđi. Ţessi viđburđur er öllum opinn og er ađgangseyrir kr. 1000 en 500 kr. fyrir grunnskólanemendur. Allur ágóđi rennur til Minningarsjóđs Einars Darra.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00