Fara í efni

Viðtal við Írisi og Hilmar á RÚV

Stærðfræði og talnablinda er til umræðu í Tilraunaglasinu á Rás 1 RÚV, sem sendur var út sl. föstudag, en þetta er annar þátturinn sem þetta málefni ef til umfjöllunar. Í þættinum er rætt við tvo stærðfræðikennara við VMA; Írisi Jóhannsdóttur og Hilmar Friðjónsson.

Stærðfræði og talnablinda er til umræðu í Tilraunaglasinu á Rás 1 RÚV, sem sendur var út sl. föstudag, en þetta er annar þátturinn af Tilraunaglasinu sem þetta málefni er til umfjöllunar. Í þættinum er rætt við tvo stærðfræðikennara við VMA; Írisi Jóhannsdóttur og Hilmar Friðjónsson.

Það verður ekki annað sagt en að umræða um talnablindu og stærðfræði hafi verið mikil í samfélaginu í kjölfar viðtals sem birtist í janúar hér á heimasíðu VMA við Ragnheiði Gunnbjörnsdóttur, kennara við VMA. Pétur Halldórsson, dagskrárgerðarmaður á RÚV á Akureyri, fjallaði um málið í þarsíðasta þætti af Tilraunaglasinu og það gerði hann aftur sl. föstudag með m.a. eftirtektarverðum viðtölum við Írisi Jóhannsdóttur, fagstjóra stærðfræði í VMA og Hilmar Friðjónsson, stærðfræðikennara. Hér er hægt að nálgast upptöku af þættinum.