Fara í efni

Vídeóverk í þriðjudagsfyrirlestri

Myndlistarkonann Hyo Jung Bea.
Myndlistarkonann Hyo Jung Bea.

Í dag, þriðjudaginn 14. mars kl. 17:00-17:40, heldur suður-kóreska myndlistarkonan Hyo Jung Bea fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Hyo Jung Bea Work: On underwater / Performance / Video / Installation. ´Ókeypis aðgangur er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.

Í þessum næstsíðasta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins kynnir Hyo Jung Bea vídeóverk sem er innblásið af kvenkyns köfurum sem kallast Haenyeo og eru þekktar á eyjunni Jeju við Suður-Kóreu. Þessir kafarar eru fulltrúar einstaks mæðrasamfélags innan kóreskar menningar, sem er annars almennt afar karllæg.

Hyo Jung Bea vinnur með mismunandi miðla, s.s. gjörningalist, vídeó, skúlptúr, o.fl. Hún er menntuð í sjónlistum og hreyfimyndagerð frá tækniháskólanum í Seoul og CUNY Hunter College. Einnig lauk hún MFA gráðu í skúlptúr frá háskólanum í Jeju. 

 

Sem fyrr eru þriðjudagsfyrirlestrarnir samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins, MA og Myndlistarfélagsins á Akureyri.