Fara í efni

Veturinn minnir á sig

28.09.2021 - snjókarlar á lóð VMA.
28.09.2021 - snjókarlar á lóð VMA.

Það verður ekki annað sagt en að veturinn hafi minnt rækilega á sig í dag, þó enn sé ekki nema 28. september.

Snemma í morgun rigndi á Akureyri en á nokkrum mínútum breyttist sú úrkoma í snjó og það tók að hvessa. Töluvert snjóaði um tíma en upp úr hádegi tók að hlýna á ný og krapi myndaðist á götum bæjarins.

Samkvæmt veðurspám fyrir næstu daga verður tíðin fremur rysjótt og því er ástæða til að fara að öllu með gát.