Fara í efni

Vetrarfrí Þórunnar hyrnu og Þorbjargar hólmasólar

Vetrarfrí verður í VMA á morgun og föstudag.
Vetrarfrí verður í VMA á morgun og föstudag.
Á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar, og nk. föstudag, 15. febrúar, verður árlegt vetrarfrí í Verkmenntaskólanum. Kennsla hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 18. febrúar. Þessir vetrarfrísdagar eru kenndir við landnámsmæðgurnar Þórunni hyrnu og Þorbjörgu hólmasól.

Á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar, og nk. föstudag, 15. febrúar, verður árlegt vetrarfrí í Verkmenntaskólanum. Kennsla hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 18. febrúar. Þessir vetrarfrísdagar eru kenndir við landnámsmæðgurnar Þórunni hyrnu og Þorbjörgu hólmasól.

Nokkrir fróðleikspunktar fyrir áhugafólk um Íslandssögu:
Þórunn hyrna var dóttir Ketils nokkurs flatnefs. Hún kvæntist Helga magra, sem nam Eyjafjörð forðum daga. Helgi var fæddur á Írlandi. Honum var komið í fóstur á Suðureyjum og var hann sóttur tveimur vetrum síðar, en þá kom í ljós að hann hafði verið sveltur og nánast óþekkjanlegur. Eftir það var hann kallaður Helgi magri. 
Helgi hafði tekið kristni en var þó blendinn í trúnni. Hann sigldi til Íslands með konu sína og börn og nam þar land. Þegar hann sá til lands hét hann á Þór að vísa sér til lands og sigldi síðan norður fyrir land og inn í Eyjafjörð og tók land á Árskógsströnd og var þar fyrsta veturinn. Um vorið sigldi hann svo innar í fjörðinn og nam allan Eyjafjörð. Hann settist að á Kristnesi og bjó þar. Sagan segir að áður en hann reisti bæ sinn hafi Þórunn kona hans orðið léttari í Þórunnareyju í Eyjafjarðará og alið þar dóttur sem kölluð var Þorbjörg hólmasól. Þar með má segja að Þorbjörg hafi verið fyrsti Eyfirðingurinn.