Fara í efni

Vetrarfrí í VMA 15. og 16. febrúar

Í dag og á morgun er vetrarfrí í VMA. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá nk.  mánudag, 19. febrúar.
 
Rétt er að vekja athygli á því að í vetrarfríinu vill Akureyrarbær hvetja framhalds- og grunnskólanemendur til heilsueflandi útiveru. Í því skyni býður bærinn nemendum að nýta sér skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli í dag, fimmtudag, án endurgjalds og á morgun, föstudag býðst nemendum að fara frítt í sund á Akureyri og í Hrísey og í Grímsey á laugardag. Nánari upplýsingar eru hér.