Fara í efni

Vertu stálslegin! - kynningarátak í málmiðngreinum

Vertu stálslegin er kynningarátak sem allir iðn- og verkmenntaskólar, þar sem málmiðngreinar eru kenndar, standa saman að. Markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu tækifærum sem nám í málmiðngreinum hefur upp á að bjóða. Hvort sem stefnan er sett á krefjandi háskólanám eða frama í atvinnulífinu, þá eru námsgreinar eins og stálsmíði, rennismíði, blikksmíði og vélvirkjun vandað nám sem gefur nemendum góða innsýn í heim málmiðnaðarins.

Nánari upplýsingar um þá skóla sem bjóða upp á málmiðngreinar á finna á vefsíðunni www.namogstorf.is

Hér eru kynningarmyndbönd.

Myllumerkin sem eru notuð fyrir átakið á Instagram eru: 
#stálslegin
#málmurinn
#rennismíði
#stálsmíði
#blikksmíði
#vélvirkjun
#málmsuða
#framhaldsskóli
#námogstörf

Frá árinu 2014 hefur Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðnbrautar VMA, gert könnun í upphafi haustannar um hvert hugur nemenda í grunndeild stefnir að loknu grunnnáminu. Eins og kannski mátti búast hafa flestir lýst áhuga á annars vegar vélstjórnarnámi og bifvélavirkjun en að sama skapi er sláandi hversu fáir hafa nefnt rennismíði, blikksmíði eða stálsmíði. Allt eru þetta starfsgreinar þar sem er gríðarlegur skortur á fagmenntuðu fólki. Það má því ljóst vera að það er verk að vinna að kynna þessar greinar og þetta kynningarátak er liður í því.