Fara í efni

Verkefnið er að virkja nemendur til þátttöku

Stefanía Tara Þrastardóttir, formaður Þórdunu.
Stefanía Tara Þrastardóttir, formaður Þórdunu.
Stefanía Tara Þrastardóttir, nemi í hársnyrtiiðn, hefur tekið við formennsku í Þórdunu – nemendafélagi VMA. Hún segir að stóra verkefni vetrarins verði að auka virkni nemenda í félagslífinu og frábærlega heppnuð nýnemahátíð gefi góð fyrirheit um veturinn.

Stefanía Tara Þrastardóttir, nemi  í hársnyrtiiðn, hefur tekið við formennsku í Þórdunu – nemendafélagi VMA. Hún segir að stóra verkefni vetrarins verði að auka virkni nemenda í félagslífinu og frábærlega heppnuð nýnemahátíð gefi góð fyrirheit um veturinn.

Stefanía Tara er ekki alveg ókunnug félagslífinu í skólanum því hún var ritari stjórnar Þórdunu á vorönn 2013. Hún er Akureyringur í húð og hár. Eftir grunnskóla var hún eitt ár á félagsfræðabraut VMA. Var síðan eitt ár í förðunarfræðinámi í Reykjavík, kom síðan til baka í VMA og nú er hún á þriðju önn í hársnyrtiiðn – í því námi sem hún segist alveg frá blautu barnsbeini hafa stefnt á. „Ég er mjög sátt við námið. Þetta er það skemmtilegasta sem ég gert og kennararnir eru frábærir. Ég er alsæl í þessu námi,“ segir Stefanía Tara. Hún viðurkennir að mikið sé að gera í náminu en til þess að geta bætt við annasömu starfi formanns Þórdunu segist hún hafa tekið eilítið færri einingar en hún hefði ella tekið.

Vegna kennaraverkfallsins sl. vor var ekki unnt að koma þá fyrir kosningum í stjórn Þórdunu. Núna í byrjun haustannar hefur Pétur Guðjónsson viðburðastjóri því gengið í að fá fólk til starfa og það hefur gengið ágætlega.

„Ég vil í stórum dráttum sjá félagslífið með svipuðum hætti og verið hefur en stóra verkefnið verður að virkja fleiri nemendur til þátttöku. Nýnemahátíðin og nýnemadagurinn gekk vonum framar og þar var metmæting. Það var virkilega gaman að sjá hversu vel nýnemarnir mættu og ekki síður gladdi mig að sjá hversu margir eldri nemendur tóku þátt.  Ég bind vonir við að þetta gefi tóninn fyrir veturinn,“ segir Stefanía Tara.

Í löngufrímínútum í dag, miðvikudag, verður skráning nýrra félaga í hina ýmsu klúbba skólans og eru nemendur hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði.