Fara í efni

Verk- og tækninám til umfjöllunar á vefsíðu ETF

Þessi mynd úr VMA birtist á vefsíðu ETF.
Þessi mynd úr VMA birtist á vefsíðu ETF.
Sjónum er beint að stúlkum í verk- og tækninámi á vefsíðu ETF – Europian Training Foundation – og er meðal annars rætt við Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara VMA og Cadisa Garises Friðriksdóttur frá Akureyri, nemanda í grunndeild rafiðnaðar í VMA.

Sjónum er beint að stúlkum í verk- og tækninámi á vefsíðu ETF – Europian Training Foundation – og er meðal annars rætt við Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara VMA og Cadisa Garises Friðriksdóttur frá Akureyri, nemanda í grunndeild rafiðnaðar í VMA.

Í þessari umfjöllun er bankahrunið hér á landi árið 2008 rifjað upp og að atvinnuleysi hafi aukist í kjölfarið, ekki síst hjá ungu fólki. Rætt er um að opinberir aðilar hafi tekið höndum saman um að beina ungu fólki í að afla sér aukinnar menntunar og starfsréttinda og meðal annars hafi aðsókn kvenna að ýmsum greinum verknáms greinilega aukist. Meðal greina sem nefndar eru í þessu sambandi eru rafvirkjun og húsgagnasmíði. Hjalti Jón bendir á í viðtalinu að þrátt fyrir erfitt efnhagsástand síðustu ár hafi verið mikil spurn eftir menntuðu fólki í verk- og tæknigreinum og þörfin fyrir fólk á því sviði sé því sannarlega til staðar.

Í greininni er meðal annars rætt við Cadisa Garises Friðriksdóttur, sem er núna að ljúka annarri önn í grunndeild rafiðnaðar í VMA. Hún segist ekki hafa gert það upp við sig hvaða námsleið verði að lokum fyrir valinu en hún hafi haft áhuga á ýmsu er lýtur að rafmagni og því hafi legið beint við að fara í grunndeildina í VMA. Grunnámið sé vitaskuld grunnur að rafvirkjun, ef hún velji að fara þá leið, en það nýtist einnig sem grunnur að frekara tækninámi eða jafnvel rafmagnsverkfræði á háskólastigi.

Getið er um aðra verklega grein þar sem konur hafi sótt í sig veðrið að undanförnu, sem er húsgagnasmíði. Lengi vel var húsgagnasmíði dæmigerð „karlagrein“, en á síðustu árum hefur orðið veruleg fjölgun kvenna í þessari grein.

Hér er hlekkur á umrædda grein á heimasíðu Europian Training Foundation.