Fara í efni

Verðlaun afhent í Ungskáld 2017

Frá vinstri: Oddur, Sölvi og Anna Kristjana.
Frá vinstri: Oddur, Sölvi og Anna Kristjana.
Anna Kristjana Helgadóttir, nemandi í grunndeild matvæla- og ferðamálabrautar VMA, hlaut þriðju verðlaun fyrir verk sitt „Djöfullinn" í ritlistarsamkeppni ungs fólks, Ungskáld 2017. Verðlaunin voru afhent á Amtsbókasafninu sl. föstudag. Sölvi Halldórsson og Oddur Pálsson, nemendur í MA, voru í tveimur efstu sætunum. Við afhendingu verðlaunanna söng og spilaði á gítar Þórdís Elín Bjarkadóttir, nemandi á listnáms- og hönnunarbraut VMA.
 
Þessi ritlistarsamkeppni ungs fólks á aldrinum 16-25 ára hefur unnið sér fastan sess og er hvatning fyrir ungt og skapandi fólk  að skrifa sögur og ljóð. Samkeppnin var styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Í ár sendu 20 einstaklingar 38 ritverk í samkeppnina.
 
Dómnefndina skipuðu að þessu sinni Sesselía Ólafsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason og Þórgunnur Oddsdóttir.
 
Ungskáld 2017 er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Ungmennahússins í Rósenborg, Menntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Laugum og Framhaldsskólans á Húsavík.
 
Meðfylgjandi mynd af verðlaunahöfunum tók Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir.