Fara í efni  

Verđlaun afhent í Ungskáld 2017

Verđlaun afhent í Ungskáld 2017
Frá vinstri: Oddur, Sölvi og Anna Kristjana.
Anna Kristjana Helgadóttir, nemandi í grunndeild matvćla- og ferđamálabrautar VMA, hlaut ţriđju verđlaun fyrir verk sitt „Djöfullinn" í ritlistarsamkeppni ungs fólks, Ungskáld 2017. Verđlaunin voru afhent á Amtsbókasafninu sl. föstudag. Sölvi Halldórsson og Oddur Pálsson, nemendur í MA, voru í tveimur efstu sćtunum. Viđ afhendingu verđlaunanna söng og spilađi á gítar Ţórdís Elín Bjarkadóttir, nemandi á listnáms- og hönnunarbraut VMA.
 
Ţessi ritlistarsamkeppni ungs fólks á aldrinum 16-25 ára hefur unniđ sér fastan sess og er hvatning fyrir ungt og skapandi fólk  ađ skrifa sögur og ljóđ. Samkeppnin var styrkt af Uppbyggingarsjóđi Norđurlands eystra. Í ár sendu 20 einstaklingar 38 ritverk í samkeppnina.
 
Dómnefndina skipuđu ađ ţessu sinni Sesselía Ólafsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason og Ţórgunnur Oddsdóttir.
 
Ungskáld 2017 er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Ungmennahússins í Rósenborg, Menntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Laugum og Framhaldsskólans á Húsavík.
 
Međfylgjandi mynd af verđlaunahöfunum tók Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir.

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00