Fara í efni  

Fullveldi Íslands í brennidepli

Fullveldi Íslands í brennidepli
Nemendur í VMA minnast 100 ára fullveldisafmćlis.

Allt ţetta ár hefur ţess veriđ minnst međ ýmsum hćtti í samfélaginu ađ ţann 1. desember nk. verđa eitt hundrađ ár liđin frá ţví ađ Ísland varđ fullvalda og hlaut um leiđ sjálfstćđi sem Konungsveldiđ Ísland. Ţar međ fékk ríkisstjórn Íslands fullt ríkisvald ţótt ţjóđhöfđinginn vćri áfram Danakonungur. Viđ lýđveldisstofnunina 17. júní 1944 varđ sú breyting ađ Íslandi varđ lýđveldi í stađ konungsveldis.

Nćstkomandi fimmtudag verđur aldarafmćli fullveldisins minnst í VMA á ýmsan hátt, m.a. eru nemendur og kennarar hvattir til ţess ađ klćđast fötum eins og gert var áriđ 1918 eđa koma í íslenskum búningi - hvort sem ţađ verđur međ nýjum útfćrslum eđa hefđbundinn ţjóđbúningur. 

Í tengslum viđ fullveldiđ hafa nemendahópar veriđ ađ vinna hin ýmsu verkefni um fullveldi Íslands, ţar á međal í stjórnmálafrćđi hjá Ţorsteini Krüger. Ţar var nemendum skipt í fjóra hópa og ţeir unnu skyggnur um ýmsar hliđar á fullveldinu sem verđa síđan til sýnis á fimmtudaginn í Gryfjunni.
Margt áhugavert var skođađ í ţessu sambandi. Í fyrsta lagi hvađ fólst í ţví ađ Ísland varđ fullvalda, hvađ breyttist viđ fullveldiđ og hvernig var sambandi Íslands og Danmerkur háttađ til 1918? Í öđru lagi skođuđu nemendur hvađ fćlist í ţví ađ verđa fullvalda ţjóđ og hvernig stađa Íslands vćri í alţjóđasamfélaginu og gagnvart alţjóđlegum samningum og skuldbindingum. Í ţriđja lagi veltu nemendur vöngum yfir Íslandi og Evrópusambandinu og stöđu landsins gagnvart fullveldinu ef Ísland gengi í ESB. Og í fjórđa lagi skođuđu nemendur efnahagshruniđ fyrir áratug og leituđust viđ ađ svara ţeirri spurningu hvort Ísland hafi mögulega glatađ fullveldi sínu međ ađkomu Alţjóđa gjaldeyrissjóđsins ađ efnahagslegri endurreisn landsins.

Hér eru myndir sem voru teknar í síđustu viku ţegar nemendur í stjórnmálafrćđiáfanganum veltu vöngum yfir fullveldi Íslands.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00