Flýtilyklar

Vélstjórnarnemar kynntu lokaverkefni sín

Vélstjórnarnemar kynntu lokaverkefni sín
Vélstjórnarnemarnir međ kennurum sínum.

Fastur liđur á síđustu önn vélstjórnarnema er ađ vinna lokaverkefni ađ eigin vali og kynna ţađ í annarlok. Í gćr var komiđ ađ kynningu nemendanna ţrettán – sex tveggja manna verkefni og eitt eins manns verkefni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og af ýmsum toga.

1. Fćranlegur búnađur til hreinsunar á „vaacum black water“ kerfum um borđ í fiskiskipum. Hákon Valdimarsson og Ingólfur Ţór Ćvarsson.
Um borđ í fiskiskipum eiga rör ţađ til ađ stíflast vegna svokallađs pissusteins og ţá eru góđ ráđ dýr. Til ţessa hafa menn brugđist viđ međ ţví ađ skipta um rör sem kostar umtalsverđa fjármuni en í verkefni ţeirra Hákons og Ingólfs Ţórs er sjónum beint ađ ţví ađ hreinsa rörin međ ţar til gerđri dćlu og hreinsiefnum.

2. Breytingar á Fóđurstöđ Kaupfélags Skagfirđinga á Sauđárkróki. Sigurđur Snorri Gunnarsson og Haukur Ingi Sigurđsson.
Verkefniđ gekk út  á ađ nútímavćđa innmötun á mjöli í Fóđurstöđ KS en núverandi kerfi hefur veriđ notađ síđan 1980. Í stórum dráttum gengur hugmynd Sigurđar Snorra og Hauks Inga út á meiri sjálfvirkni ţar sem notast er viđ svokallađ vaacum-kerfi.

3. Möguleikar á nýtingu vindorku međ litlum vindmyllum til rafmagnsframleiđslu. Orri Fannar Jónsson og Stefán Hermannsson.
Í verkefninu horfđu ţeir til vistvćnnar orku og stöldruđu viđ uppsetningu á vindmyllu og var fyrirmyndin 700 w skosk vindmylla. Fljótlega komust ţeir ađ ţví ađ uppsetning á svo vindmyllu fyrir t.d. sveitabýli myndi ekki hafa í för međ sér mikinn fjárhagslegan ávinning en hins vegar mćtti hugsa sér ţennan kost fyrir t.d. sumarbústađi eđa veiđihús.

4. Breyting á bandsög byggingadeildar VMA ţannig ađ sögin nýtist betur til sögunar á klćđningu. Sigurđur Svansson og Ísleifur Gunnarsson.
Halldór Torfi Torfason brautarstjóri byggingadeildar VMA leitađi eftir lausn ţeirra Sigurđar og Ísleifs á ţví hvernig mćtti breyta bandsög byggingadeildar ţannig ađ hún nýttist betur til ađ saga klćđningu en ýmis vandamál höfđu komiđ upp í ţví sambandi. Eftir töluverđa yfirlegu fundu ţeir félagarnir bestu leiđina út úr vandamálinu og ţví skilađi verkefniđ tilćtluđum árangri.

5. Virkjun árinnar Hrafnkelu til nýtingar á bćnum Vađbrekku í Hrafnkelsdal. Arnar Logi Ţorgilsson og Ţorgils Snorrason.
Í Vađbrekku í Hrafnkelsdal er ţegar byrjađ ađ byggja upp ferđaţjónustu og stefnt er ađ frekari uppbyggingu á ţví sviđi. Einniug er horft til uppbyggingu vélaverkstćđis ţar. En ein af forsendunum er ţriggja fasa rafmagn í stađ eins fasa rafmagns. Verkefniđ gekk út á ađ kanna möguleika á gerđ virkjunar í ánni Hrafnkelu sem rennur í Hrafnkelsdal til rafmagnsframleiđslu. Í stuttu máli sagt telja ţeir Arnar Logi og Ţorgils ađ bygging virkjunar sé vel gerleg og arđbćr framkvćmd sem myndi borga sig upp á tiltölulega skömmum tíma. Hins vegar yrđi stofnkostnađur töluverđur en viđhaldskostnađur lítill

6. Hönnun á fjarstýrđum skriđdreka til ýmissa nota. Bernharđ Anton Jónsson og Hólmar Árni Erlendsson.
Í verkefninu hönnuđu Bernharđ Anton og Hólmar Árni lítinn fjarstýrđan skriđdreka og sýndu í kynningunni hugmyndina ađ baki hönnuninni og einnig sýndu ţeir myndband ţar sem hönnunin var sýnd liđ fyrir liđ.

7. Stjórnun á búnađi til ţess ađ halda flugeldasýningu. Stefán Jón Pétursson.
Stefán hefur annast flugeldasýningar fyrir björgunarsveit Landsbjargar í hans heimasveit, Mývatnssveit og hefur sárlega vantađ stýringarbúnađ. Verkefni hans gekk ţví út á ađ bćta úr ţessu og hanna stýribúnađ fyrir flugeldasýningarnar.

 


VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00