Fara í efni  

Vélstjórnarnemar heimsóttu fyrirtćki

Vélstjórnarnemar heimsóttu fyrirtćki
Vélstjórnarnemar í heimsókn hjá VM.
Fyrr í ţessum mánuđi lögđu nemendur í Raf 554, vélstjórnardeild VMA, land undir fót og kynntu sér starfsemi nokkurra fyrirtćkja á suđvesturhorninu. Hér fylgir ferđasagan, sem nemendurnir tóku saman.

Fyrr í þessum mánuði lögðu nemendur í Raf 554, vélstjórnardeild VMA, land undir fót og kynntu sér starfsemi nokkurra fyrirtækja á suðvesturhorninu. Hér fylgir ferðasagan, sem nemendurnir tóku saman.

Aðfaranótt mánudagsins 11. febrúar sl. hittumst við uppi í skóla í svartaþoku og nístingskulda norðan við vélstjórnarálmuna. Lagt var í hann upp úr 05:00 og var ferðinni heitið til Reykjavíkur.

Fyrsti viðkomustaður var álver Norðuráls á Grundartanga, þar sem við skoðuðum skautsmiðju og kerskála álversins. Síðan var ferðinni heitið í Reykjanesvirkjun, gufuvirkjun sem er á vegum HS-Orku, þar sem við fræddumst um framtíðaráform fyrirtækisins og stækkun þess. Eftir þá heimsókn vorum við á undan áætlun og tókum þá skyndiákvörðun að fara í háskólabrúna Keili. Þar fengum við mjög svo áhugaverða og hvetjandi fyrirlestra um framhaldsnám eftir vélstjórn. Síðan var ferðinni heitið austur í Hveragerði þar sem við vorum með þrjá sumarbústaði sem við höfðum fengið í leigu hjá VM.

Eldsnemma næsta morgun fórum við í Landsnet þar sem við fengum fyrirlestra um hringtenginguna, sem leiddi okkur að þeirri niðurstöðu að Neskaupstaður væri á Vesturlandi og Laxárvirkjun í Aðaldal. Í Landsneti fengum við einnig að skoða stafrænt kort af hringtengingunni og hvað hver virkjun er að gefa mikið afl inn á netið.

Við héldum síðan  sprengidaginn hátíðlegan, þökk sé Ískraft, þar sem okkur var boðið upp á saltkjöt og baunir í Smiðjukaffi. Að matnum loknum fórum við í Ískraft og fengum þar fyrirmyndar kynningu. Næst fórum við í stórfyrirtækið Marel, en hjá því starfa um 4000 manns um allan heim. Þar fengum við að kynnast skipulagi í stórri verksmiðju sem er frumkvöðull í tækjabúnaði fyrir matvinnsluiðnað um allan heim. Síðasta heimsókn dagsins var í VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna - þar sem okkur voru kynnt málefni félagsins, síðan voru rædd hitamál landsbyggðarinnar yfir góðum veitingum. Að öllum heimsóknum dagsins loknum héldum við aftur í Ölfusborgir þar sem við létum amstur dagsins líða úr okkur í heitum pottunum eftir góða kvöldskemmtun.

Morguninn eftir voru allir ferskir og góðir við tiltekt bústaða. Héldum við síðan yfir eldfjallaveg og komum niður í Hafnarfjörð þar sem við fórum í vélsmiðjuna Héðin í Gjáhellu, en til gamans má geta þess að við hliðina eru húsakynni Hells Angels.  Héðinn hefur aðstöðu sína í 7300 fermetra húsnæði. Við vorum leiddir í gegnum smiðjuna og fengum upplýsingar um starfsemina.  Eftir að hafa skoðað verksmiðjuna hlýddum við á fyrirlestur um fyrirtækið í matsal Héðins.

Á öllum vinnustöðunum, sem við sóttum heim, var okkur vel tekið og þökkum við frábærar móttökur.

Á meðfylgjandi mynd er hópurinn í heimsókn í VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Með okkur á myndinni er Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.

Með virðingu og vinsemd,

Nemendur í Raf 554, vélstjórnardeild VMA.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00