Fara í efni  

Lauk vélstjórnarnámi frá VMA voriđ 2018 - nú yfirvélstjóri á nýjasta fiskiskipi flotans

Lauk vélstjórnarnámi frá VMA voriđ 2018 - nú yfirvélstjóri á nýjasta fiskiskipi flotans
Friđrik (t.v.) og Benedikt Orri um borđ í Harđbaki

Friđrik Karlsson lauk námi í vélstjórn frá VMA fyrir rösku ári síđan, voriđ 2018. Hann sótti sér í framhaldinu viđbótarmenntun í rafvirkjun og nú hefur hann veriđ ráđinn yfirvélstjóri á nýjasta skip flotans, Harđbak EA 3, sem Samherji á og mun gera út frá Akureyri. Skipiđ kom til heimahafnar sl. laugardag frá Noregi, ţar sem ţađ var smíđađ.

„Ég lauk vélstjórnarnáminu í VMA voriđ 2018 og starfađi sem vélstjóri á Hjalteyrinni fram ađ síđustu áramótum en ţá fórum viđ Benedikt Orri Pétursson, félagi minn úr vélstjórninni í VMA, suđur og lukum sl. vor í Tćkniskólanum ţví sem upp á vantađi til ţess ađ ljúka námi í rafvirkjun. Ég fór aftur á Hjalteyrina sl. sumar og var síđan ráđinn vélstjóri á ţetta nýja skip og hef veriđ í Noregi, ţar sem skipiđ var smíđađ, síđustu tćpa tvo mánuđi,“ segir Friđrik.

Friđrik segir óneitanlega mikinn mun á Hjalteyrinni og hinu nýja skipi, Harđbaki. Allur ađbúnađur áhafnar sé betri og vinnuslubúnađur fullkomnari og bjóđi upp á meiri möguleika.

Friđrik fer ekki leynt međ ađ međ vali á vélstjórnarnáminu á sínum tíma hafi hann stefnt ađ ţví ađ fara til sjós. Á međan á náminu stóđ hafi hann fariđ í nokkra túra sem háseti og reyndar einnig leyst af í ţrjá túra sem vélstjóri á Frosta á Grenivík.

Lokaverkefni sitt í vélstjórnarnáminu unnu Friđrik og Benedikt Orri í samstarfi viđ Samherja og fjallađi ţađ m.a. um olíunotkun á togskipi Samherja, Björgu EA.

Gert er ráđ fyrir ađ Harđbakur fari í fyrsta túrinn fljótlega eftir áramót. Fyrir liggur ađ setja í hann vinnslulínu og verđur ţađ gert í Slippnum Akureyri. Samherjamenn, ţ.m.t. Friđrik, munu vinna náiđ međ Slippnum viđ útfćrslu og uppsetningu fiskvinnnslunnar í skipinu.

Harđbakur mun fyrst og fremst afla hráefnis fyrir vinnslu Útgerđarfélags Akureyringa á Akureyri. Í lest skipsins er rými fyrir 250 fiskiker, sem ţýđir ađ fullur getur hann boriđ um áttatíu tonn af fiski ađ landi. Eins og almennt gerist nú til dags verđa túrarnir stuttir, ađ jafnađi ekki lengri en ţrír dagar, ţví mikilvćgast sé ađ fá fiskinn eins ferskan og mögulegt er til vinnslu og áfram á erlenda markađi. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00