Fara í efni

Velkomin í VMA á nýju skólaári

Það er margt sem hægt er að læra í VMA t.d. ýmislegt um örverur.
Það er margt sem hægt er að læra í VMA t.d. ýmislegt um örverur.

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður öll velkomin í VMA á haustönn 2023.
Hér eru helstu upplýsingar sem nemendur- og forráðamenn þurfa að vita í skólabyrjun

Búið er að opna skrifstofu skólans eftir sumarfrí. Opnunartímar eru kl. 8:15 -15 alla virka daga nema föstudaga en þá er opið til kl. 13, lokað er í hádeginu alla daga milli kl. 12:10 og 12:30. 

  • Stundaskrár nemenda verða opnaðar í Innu eigi síðar en miðvikudaginn 16. ágúst.
  • Fimmtudaginn 17. ágúst mæta nýnemar í skólann kl. 13:00. Mæting er í Gryfjuna og verður nemendum skipt niður í hópa eftir umsjónarkennurum, hægt er að sjá umsjónarkennara í Innu. Mikilvægt er að allir nýnemar mæti. Foreldrum/ forráðamönnum er velkomið að koma með nemendum.
  • Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 18. ágúst.

Nemendur þurfa að verða sér út um rafræn skilríki áður en önnin hefst.

Til að efla samstarf heimilis og skóla eru forráðamenn nýnema boðaðir á rafrænan kynningarfund með námsráðgjöfum og stjórnendum á Teams fimmtudaginn 17. ágúst kl. 17:00, slóð á fundinn verður settur inn á heimasíðu skólans þegar nær dregur.

Helsti tengiliður ykkar við skólann á þessu fyrsta ári verður umsjónarkennari nemanda (nafn umsjónarkennara kemur fram í Innu). Einnig er hægt að hafa samband við sviðsstjóra eða aðra stjórnendur eftir því sem við á.

Nemendur og forráðamenn eru beðnir um að kynna sér vel upplýsingar sem eru á  þessari síðu.

Hlökkum til að taka á móti nýjum og öðrum nemendum VMA. 

Sigríður Huld skólameistari VMA