Fara í efni

Vel sóttur fundur um samstarf atvinnulífs og skóla

Frá fundinum í hádeginu í dag.
Frá fundinum í hádeginu í dag.

Ljómandi fín mæting var á hádegisfund í VMA í dag sem skólinn og Nemastofa atvinnulífsins boðuðu iðnmeistara og fulltrúa iðnfyrirtækja til samtals um samstarf atvinnulífs og framhaldsskóla, vinnustaðanám í iðngreinum og hlutverk framhaldsskólanna, skráningu þeirra fyrirtækja á birtingalista sem bjóða nemum vinnustaðanám og rafrænar ferilbækur í iðngreinum. Framsögu á fundinum höfðu Ólafur Jónsson, forstöðumaður Nemastofu atvinnulífsins, og Anna María Jónsdóttir, sviðsstjóri verknáms í VMA.

Til Nemastofu atvinnulífsins var stofnað á síðasta ári og stóðu að henni Iðan fræðslusetur og Rafmennt. Markmið með Nemastofunni er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning og er hlutverk hennar m.a. að aðstoða fyrirtæki og iðnmeistara við að halda uppi gæðum vinnustaðanáms og markvissri kennslu og þjálfun iðnnema á vinnustað. Þá tekur Nemastofa þátt í að kynna iðn- og starfsnám frá öllum hliðum.