Fara í efni

Vel heppnuð vika málm- og véltæknigreina í VMA

Niðusokkinn í herminum
Niðusokkinn í herminum
Í síðustu viku var haldin vika málm- og véltæknigreina í VMA í samvinnu við ýmis fyrirtæki og stéttarfélög í greinunum. Það er einróma álit okkar sem að þessari viku komum að hún hafi gengið mjög vel má þar nefna vel sótt málþing um samstarf atvinnulífs og skóla og opinn dagur í VMA á laugardaginn. Samstarf atvinnulífs og skóla hér á svæðinu mun halda áfram að eflast og nokkur samstarfsverkefni þegar uppi á borðinu. Fagráð málm- og véltæknigreina hefur verið stofnað með aðilum frá skólanum og úr fyrirtækjum á svæðinu.

Í síðustu viku var haldin vika málm- og véltæknigreina í VMA í samvinnu við ýmis fyrirtæki og stéttarfélög í greinunum. Það er einróma álit okkar sem að þessari viku komum að hún hafi gengið mjög vel má þar nefna vel sótt málþing um samstarf atvinnulífs og skóla og opinn dagur í VMA á laugardaginn. Samstarf atvinnulífs og skóla hér á svæðinu  mun halda áfram að eflast og nokkur samstarfsverkefni þegar uppi á borðinu. Fagráð málm- og véltæknigreina hefur verið stofnað með aðilum frá skólanum og úr fyrirtækjum á svæðinu.

Þá var haldin suðukeppni í rafsuðuhermi á laugardaginn þar sem m.a. þingmennirnir Björn Valur og Kristján Þór kepptu sín á milli en ýmsir aðrir tóku þátt í keppninni sem margir fylgdust með. Þá kepptu nemendur í bifvélavirkjun í ýmsum bilanagreiningum og leystu verkefni.

Sjá myndir í myndasafni

Vika vél- og málmtækni
Ungir og efnilegir þessir !


Hollvinasamtök VMA voru stofnuð á málþinginu á mánudaginn og við hátíðarathöfn á opnu húsi á laugardaginn tilkynnti Slippurinn að hann muni gefa Hollvinasamtökunum 1 milljón til tækjakaupa og kælitækniþjónustufyrirtækið Iðnval gaf  Hollvinasamtökunum 50 þúsund krónur. Báðir þessir aðilar hvetja lítil sem stór fyrirtæki til að styðja við skólann þannig að atvinnulíf í þessum greinum eflist enn frekar á svæðinu.

VMA - Vika málm og véltæknigreina - 30 ára kennsluafmæli málmgreina
Þingmenn einbeittir fyrir keppni

Vika vél- og málmtækni