Fara í efni  

Vel heppnuđ náms- og kynningarferđ nemenda og kennara í hársnyrtiiđn til Malaga

Vel heppnuđ náms- og kynningarferđ nemenda og kennara í hársnyrtiiđn til Malaga
Nemendur og kennarar í hársnyrtiiđn í Malaga.

Um liđna helgi komu tíu nemendur í hársnyrtiiđn og kennarar ţeirra, Hildur Salína Ćvarsdóttir og Harpa Birgisdóttir, til landsins eftir tćplega tveggja vikna, afar vel heppnađa náms- og kynningarferđ til Malaga á Spáni. Ferđin var styrkt af Erasmus+ og ađ undirbúnigi hennar unnu kennnarar í hársnyrtiiđn og Jóhannes Árnason, sem annast erlend samskipti í VMA. Ţau settu sig í samband viđ fyrirtćkiđ Grupo Nebro í Malaga sem hefur á sínum snćrum skólastöđvar, hársnyrtistofur og ýmis önnur fyrirtćki í skyldri ţjónustu á Spáni og er óhćtt ađ segja ađ Spánverjarnir hafi tekiđ afskaplega vel á móti gestunum frá Íslandi.

Ţrjár af stúlkunum sem fóru í ferđina, Kamilla Jónsdóttir, Íris Birna Kristinsdóttir og Írena Fönn Klemmensen, eru afar ánćgđar međ ferđina, hún hafi í alla stađi tekist mjög vel og veriđ ţeim frćđandi og upplýsandi. Ţćr hafi setiđ fyrirlestra og fengiđ ađ fylgjast međ verklegri kennslu auk ţess ađ spreyta sig sjálfar. Ţćr nefna ađ áhugavert hafi veriđ ađ sjá hvernig Spánverjarnir beiti áhöldunum, t.d. skćrum, á annan hátt en gert er hér heima og einnig leggi ţeir afar mikiđ upp úr líkamsstöđu. Fyrir vikiđ sýni tölfrćđin ađ hársnyrtar endist ađ jafnađi mun lengur í starfi á Spáni en t.d. hér á Íslandi. Ţá segja ţćr Kamilla, Íris Birna og Írena Fönn ađ ţađ hafi vakiđ ţeirra athygli hversu rólegir og slakir Spánverjarnir hafi veriđ viđ vinnu sína, stundaglasiđ ţeirra hafi veriđ mun rólegra en viđ eigum ađ venjast hér á landi.

Almennt talar fólk ekki mikla ensku á ţessum slóđum en ţađ kom ţó ekki ađ sök ţví íslenskur túlkur miđlađi helstu upplýsingum úr fyrirlestrunum og verklegu ćfingunum til hópsins. Ţađ hjálpađi líka ađ Írena Fönn hefur lćrt spćnsku og skildi bróđurpartinn af ţví sem fram fór, ađ fagorđunum frátöldum.

Almennt eru ţćr sammála um ađ ferđin hafi víkkađ út sjóndeildarhring ţeirra í hársnyrtiiđninni og ţá sé takmarkinu náđ. Mikilvćgt sé ađ sjá eitthvađ nýtt og safna gagnlegum upplýsingum í sarpinn. Ţćr sögđu áhugavert ađ Grupo Nebro starfrćkti sérskóla fyrir bćđi konuklippingar og herraklippingar. Sérhćfingin sé sem sagt mikil enda markađurinn mun stćrri en hér.

Gist var á íbúđarhóteli í Malaga og var ađbúnađur allur eins og best var á kosiđ. Lausar stundir voru nýttar til ţess ađ skođa borgina, sem ađ sögn er afar falleg og rík af sögu. Veđriđ var fínt, miđađ viđ árstíma, ţegar best lét fór hitinn yfir tuttugu stig yfir daginn en kvöldin voru svöl. Eins og gott íslenskt sumar!

Harpa og Hildur Salína segja ađ reynslan af ţessari fyrstu náms- og kynningarferđ til útlanda međ útskriftarnema í hársnyrtiiđn í VMA hafi veriđ einstaklega góđ og ţćr binda vonir viđ ađ ţetta sé ađeins byrjunin í ţessum efnum. Auk kynninga og fyrirlestra á vegum Grupo Nebro segir Harpa ađ hópurinn hafi heimsótt framhaldsskól í Malaga međ áherslu m.a. á hár, förđun og tísku. Ţessi skóli, sem Harpa segir áhugavert fyrir VMA ađ tengjast frekar, hefur ríka umhverfisáherslu í sínu starfi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00