Fara í efni  

Vel heppnuđ menningarferđ til Húsavíkur

Vel heppnuđ menningarferđ til Húsavíkur
Hópurinn í góđum gír á Húsavík. Mynd: Hilmar F.

Ţó svo ađ skólabćkurnar séu eđli málsins samkvćmt í forgrunni í námi nemenda getur veriđ gott ađ brjóta upp hversdaginn annađ slagiđ og gera eitthvađ allt annađ. Ţađ gerđu nemendur og kennarar á annars vegar félags- og hugvísindabraut og hins vegar viđskipta- og hagfrćđibraut VMA sl. miđvikudag ţegar félög ţessara brauta efndu til menningarferđar til Húsavíkur. Um ţrjátíu nemendur fóru austur og međ í för voru fimm kennarar, ţar á međal Hilmar Friđjónsson sem settist undir rútustýri og flutti mannskapinn í gegnum Vađlaheiđargöng og austur á Húsavík. Ţađ kom sér heldur betur vel ađ búiđ vćri ađ opna göngin ţví framan af degi sl. miđvikudag var hiđ versta veđur í Víkurskarđi og ţađ ţví lokađ.

Ţegar austur á Húsavík var komiđ lá leiđin beint á Hvalasafniđ og ţađ skođađ í krók og kring. Međal annars er ţar ađ sjá beinagrindur ellefu hvalategunda, sú stćrsta af 25 metra langri steypireyđi. Síđan lá leiđin á veitingastađinn Sölku ţar sem hópsins beiđ pizzahlađborđ. Loks var fariđ í GeoSea sjóböđin á Húsavíkurhöfđa, sem voru opnuđ á síđasta ári og hafa notiđ vinsćlda.

Ferđin tókst í alla stađi afar vel og hópurinn skemmti sér hiđ besta. Slíkar ferđir eru til ţess fallnar ađ ţjappa fólki saman, sem er hluti af góđu skólastari.

Hilmar Friđjónsson kennari tók ţessar myndir í menningarferđinni og Valgerđur Dögg Jónsdóttir kennari tók ţessar myndir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00