Fara í efni

Gleði á grunnskólakynningu – hverjir duttu í lukkupottinn?

Áhugasamir 10. bekkingar kynna sér starfið í VMA.
Áhugasamir 10. bekkingar kynna sér starfið í VMA.

Það var aldeilis líf og fjör í Verkmenntaskólanum sl. miðvikudag þegar um fjögur hundruð nemendur úr 10. bekk grunnskóla sóttu skólann heim og kynntu sér námsframboð í skólanum og hvaða fjölbreytta starf á sér stað innan veggja hans.

Námsráðgjafarnir Ásdís Birgisdóttir og Svava Hrönn Magnúsdóttir, sem héldu utanum skipulagningu dagsins, segjast ekki  geta annað en verið ánægðar með útkomuna. Fjölmargir nemendur í VMA og starfsmenn hafi lagt hönd á plóg til þess að gera kynninguna líflega og áhugaverða og ástæða sé til að þakka þeim öllum fyrir góða vinnu. Þá vilja þær koma á framfæri bestu þökkum til 10. bekkinga og kennara þeirra fyrir góðan og skemmtilegan dag með von um að þeir hafi orðið einhvers vísari um VMA um leið og minnt sé á að námsráðgjafar og aðrir starfsmenn skólans séu alltaf fúsir að veita frekari upplýsingar um starfið í VMA.

Hilmar Friðjónsson kennari var að vanda iðinn við kolann með myndavélina og hér má sjá fjölda skemmtilegra mynda sem hann tók á grunnskólakynningunni.

Á kynningardeginum var 10. bekkingum boðið upp á að safna 6 stimplum frá mismunandi brautum skólans á vegabréf sem þeim var afhent við komuna í skólann og skila því síðan í lukkupott sem nú hefur verið dregið úr. Hin veglegustu útdráttarverðlaun voru í boði sem ýmis fyrirtæki gáfu og eru þeim færðar miklar og góðar þakkir fyrir.

Þeir sem duttu í lukkupottinn eru: 

LG gsm-sími. Gjöf frá Becromal - Brynjar Már Ólafsson, Giljaskóla Akureyri
Hádegisverður fyrir tvo á RUB 23 á Akureyri - Héðinn M. Garðarsson, Borgarhólsskóla á Húsavík
Súpa og fiskur dagsins fyrir tvo á Múlabergi á Akureyri - Benedikt Stefánsson, Þelamerkurskóla
Kaffidrykkur og terta fyrir tvo á Bláu könnunni á Akureyri - Karolina Domanska, Hríseyjarskóla
Veitingar að andvirði kr. 4.000 á Bautanum á Akureyri - Aron Sigurðsson, Brekkuskóla Akureyri
Veitingar að andvirði kr. 5.000 á Goya tapasbar - Patrekur Óli Gústafsson, Dalvíkurskóla
Stór Greifapizza með tveimur áleggstegundum að eigin vali - Kristrún Ósk Brynjarsdóttir, Giljaskóla Akureyri 
Stór Greifapizza með tveimur áleggstegundum að eigin vali - Guðrún B.E.Á, Stórutjarnarskóla
Hársnyrtivörur frá hársnyrtideild VMA - Sigþór V. Magnússon, Brekkuskóla Akureyri
Hársnyrtivörur frá hársnyrtideild VMA - Díana Björk Friðriksdóttir, Dalvíkurskóla
Tveir bíómiðar á sýningu að eigin vali í Borgarbíói á Akureyri - Bryndís Bolladóttir, Glerárskóla Akureyri
Tveir bíómiðar á sýningu að eigin vali í Borgarbíói á Akureyri - Vignir Sigurðsson, Dalvíkurskóla
Tveir bíómiðar á sýningu að eigin vali í Borgarbíói á Akureyri - Daði Már Flosason, Dalvíkurskóla
Tveir bíómiðar á sýningu að eigin vali í Borgarbíói á Akureyri - Guðrún Gísladóttir, Þingeyjarskóla
Tveir bíómiðar á sýningu að eigin vali í Borgarbíói á Akureyri - Dagný Þóra Óskarsdóttir, Lundarskóla Akureyri
Bókaverðlaun frá Bókaútgáfunni Sölku - Þór Ævarsson, Hrafnagilsskóla
Bókaverðlaun frá Bókaútgáfunni Sölku - Fönn Hallsdóttir, Brekkuskóla Akureyri
Bókaverðlaun frá Bókaútgáfunni Sölku - Guðný Jónsdóttir, Stórutjarnarskóla
Bókaverðlaun frá Bókaútgáfunni Sölku - Sigurður Orri Hjaltason, Síðuskóla Akureyri
Gjafavara frá versluninni Valrós á Akureyri - Hulda Ösp Ágústsdóttir, Borgarhólsskóla á Húsavík

Nemendur utan Akureyrar fá sína vinninga senda fljótlega en vinningum verður einhvern næstu daga komið í hendur vinningshafa í viðkomandi skólum á Akureyri. 

Ekki er búið að draga í lukkuleik sem rafiðnaðardeild VMA stóð fyrir en það verður gert innan tíðar og þá verður birt hér á heimasíðunni nafn þess heppna sem fær að gjöf spjaldtölvu frá Rafiðnarsambandinu.