Fara í efni

Vel heppnaður karlmennskufyrirlestur

Myndir: Valgerður Dögg Oddudóttir Jónsdóttir.
Myndir: Valgerður Dögg Oddudóttir Jónsdóttir.

Það var ljómandi góð mæting á fyrirlestur Þorsteins V. Einarssonar um karlmennsku í Gryfjunni í VMA í gærkvöld. Um hundrað manns mættu á fyrirlesturinn en fyrir honum stóðu VMA, MA og Rósenborg. Fjörlegar umræður sköpuðust um efni fyrirlestursins sem er sá fyrsti í röð fyrirlestra af ýmsum toga sem verða haldnir í samstarfi framhaldsskólanna og Rósenborgar til skiptis í VMA og MA.