Fara í efni

Vel heppnaðar nýnemaferðir

VMA leggur áherslu á að taka vel á móti nýnemum.
VMA leggur áherslu á að taka vel á móti nýnemum.

Þessa dagana fara allir nýnemar í skólanum í skipulagðar dagsferðir utan skólans. Fyrstu tveir hóparnir fóru í ferð sl. miðvikudag og í gær, fimmtudag, og síðan verða tvær síðari ferðirnar í næstu viku. Nýnemahátíð verður á fimmtudag í næstu viku, 3. september, og þá um kvöldið verður nýnemaball.

Næstkomandi þriðjudag, 1. september, fara eftirtaldir hópar með umsjónarkennurum sínum: Grunnnám matvæla og ferðagreina, náttúruvísindabraut, brautabrú og starfsbraut 1 og 3. Og síðasta nýnemaferðin verður farin miðvikudaginn 2. september og þá fara nýnemar úr grunndeiild málm- og véltæknigreina og af félags- og hugvísindabraut.

Nemendur eru beðnir um að mæta við aðalinngang skólans kl. 8:15 báða þessa daga og mun rútan leggja af stað í ferðina síðasta lagi kl. 8:30 og er áætluð heimkoma á milli 15:30 og 16:00. Skólinn sér um nestismál fyrir daginn en ef einhverjir nemendur eru með einhvers konar matarofnæmi eru þeir beðnir um að láta umsjónarkennara sína vita.

Þó svo að veðurguðirnir hafi ekki verið beint í sólskinsskapi í gær og fyrradag tókust nýnemaferðirnar hið besta. Um það vitna þessar myndir Hilmars Friðjónssonar sem hann tók sl. miðvikudag. Og hér eru fleiri myndir sem Hilmar tók í ferðinni.