Fara í efni  

Vel heppnađ VMA-hlaup í dásamlegu veđri

Vel heppnađ VMA-hlaup í dásamlegu veđri
Viđ upphaf Vorhlaups VMA 2018. Frábćr mćting!

Vorhlaup VMA fór fram síđdegis í gćr í frábćru veđri, um 10 stiga hita og ţví sem nćst logni. Í fyrsta skipti var hlaupiđ frá VMA og endađ ţar. Tvćr vegalengdir voru í bođi, 5 og 10 km, og var mjög góđ mćting í báđar vegalengdirnar, samtals sem nćst 100 manns. Til stóđ ađ hlaupa tvćr mismunandi hlaupaleiđir frá VMA, ađra fyrir 5 km og hina fyrir 10 km, en af ţví gat ekki orđiđ í ţetta skiptiđ sökum ţess ađ vegurinn suđur í Kjarna, ţar sem til stóđ ađ 10 km hlaupararnir myndu hlaupa, var grafinn í sundur fyrr í ţessari viku. Ţví var brugđiđ á ţađ ráđ ađ 10 km hlaupararnir hlupu tvo 5 km hringi.

Ađ loknu hlaupi vitjuđu heppnir hlauparar útdráttarverđlauna sinna og síđan voru afhent verđlaun í Gryfjunni fyrir efstu sćti í hverjum flokki. Hlaupurum stóđ ađ lokum til bođa sundferđ í Sundlaug Akureyrar.

Mörg fyrirtćki lögđu hlaupinu liđ međ útdráttarverđlaunum og verđlaunum til efstu ţriggja hlaupara í hverjum flokki. Fyrirtćkjunum er ţakkađ af heilum hug fyrir góđan stuđning viđ hlaupiđ. Ţađ er sannarlega komiđ til ađ vera og verđur stćrri og skemmtilegri viđburđur međ hverju árinu. Öllum ţátttakendum er ţakkađ fyrir ađ taka ţátt í hlaupinu og sömuleiđis öllum starfsmönnum sem stóđu ađ framkvćmdinni. Sérstakar ţakkir til Önnu Berglindar Pálmadóttur sem hafđi veg og vanda ađ skipulagningu og undirbúningi hlaupsins.

Hér er myndaalbúm sem Hilmar Friđjónsson tók.

Úrslit:

5 km grunnskólanemar - drengir
5 km grunnskólanemar - stúlkur 
5 km framhaldsskólanemar - piltar 
5 km framhaldsskólanemar - stúlkur 
5 km opinn flokkur - karlar  
5 km opinn flokkur - konur

10 km framhaldsskólanemar - piltar
10 km framhaldsskólanemar - stúlkur
10 km opinn flokkur - karlar
10 km opinn flokkur - konur


 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00