Fara í efni

Vel heppnað VMA-hlaup í dásamlegu veðri

Við upphaf Vorhlaups VMA 2018. Frábær mæting!
Við upphaf Vorhlaups VMA 2018. Frábær mæting!

Vorhlaup VMA fór fram síðdegis í gær í frábæru veðri, um 10 stiga hita og því sem næst logni. Í fyrsta skipti var hlaupið frá VMA og endað þar. Tvær vegalengdir voru í boði, 5 og 10 km, og var mjög góð mæting í báðar vegalengdirnar, samtals sem næst 100 manns. Til stóð að hlaupa tvær mismunandi hlaupaleiðir frá VMA, aðra fyrir 5 km og hina fyrir 10 km, en af því gat ekki orðið í þetta skiptið sökum þess að vegurinn suður í Kjarna, þar sem til stóð að 10 km hlaupararnir myndu hlaupa, var grafinn í sundur fyrr í þessari viku. Því var brugðið á það ráð að 10 km hlaupararnir hlupu tvo 5 km hringi.

Að loknu hlaupi vitjuðu heppnir hlauparar útdráttarverðlauna sinna og síðan voru afhent verðlaun í Gryfjunni fyrir efstu sæti í hverjum flokki. Hlaupurum stóð að lokum til boða sundferð í Sundlaug Akureyrar.

Mörg fyrirtæki lögðu hlaupinu lið með útdráttarverðlaunum og verðlaunum til efstu þriggja hlaupara í hverjum flokki. Fyrirtækjunum er þakkað af heilum hug fyrir góðan stuðning við hlaupið. Það er sannarlega komið til að vera og verður stærri og skemmtilegri viðburður með hverju árinu. Öllum þátttakendum er þakkað fyrir að taka þátt í hlaupinu og sömuleiðis öllum starfsmönnum sem stóðu að framkvæmdinni. Sérstakar þakkir til Önnu Berglindar Pálmadóttur sem hafði veg og vanda að skipulagningu og undirbúningi hlaupsins.

Hér er myndaalbúm sem Hilmar Friðjónsson tók.

Úrslit:

5 km grunnskólanemar - drengir
5 km grunnskólanemar - stúlkur 
5 km framhaldsskólanemar - piltar 
5 km framhaldsskólanemar - stúlkur 
5 km opinn flokkur - karlar  
5 km opinn flokkur - konur

10 km framhaldsskólanemar - piltar
10 km framhaldsskólanemar - stúlkur
10 km opinn flokkur - karlar
10 km opinn flokkur - konur