Fara efni  

Vel heppna nnemaing

Vel heppna nnemaing
Nemendur einum umruhpnum nnemainginu.

Lífsleikninemendur á fyrsta ári efndu nýverið til málþings að fyrirmynd þjóðfundarins í Laugardalshöll í nóvember 2010 þar sem frá ýmsum hliðum var fjallað um skólastarfið í VMA. Mjög fjörlegar og áhugaverðar umræður sköpuðust.

„Já, það má segja að við höfum sett saman svona „mini“-þjóðfund,“ þar sem nemendur ræddu um tólf efni varðandi skólastarfið sem þau höfðu fengið með smá fyrirvara til þess að velta fyrir sér. Nemendur skiptu sér niður í jafnmarga hópa og umræðuefnin og ræddu fram og aftur. Í hverjum hópi var hópstjóri og ritari sem skráði niður niðurstöður hvers hóps. Við munum síðan taka saman þessar niðurstöður og birta á einum stað og það verður gert mjög fljótlega,“ segir Harpa Jörundardóttir, kennslustjóri almennrar brautar, og bætir við að þetta fyrirkomulag hafi gefist, eins og hún orðar það, með ólíkindum vel. „Þetta þjálfar nemendur í að tjá sig, vinna saman, hlusta á aðra og taka tillit til skoðana annarra,“ segir Harpa og upplýsir að á vorönninni sé ætlunin að hafa annan slíkan „þjóðfund“ þar sem umræðuefnið verði í stórum dráttum; hvernig er að vera ungur einstaklingur í íslensku samfélagi í dag?

Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar á nýnemaþinginu.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.