Fara í efni

Vegna greiðslukröfu frá Hollvinasamtökum VMA

Hollvinasamtök Verkmenntaskólans á Akureyri gegna því hlutverki að efla kaup á tækjabúnaði við VMA og auka og styrkja tengsl skólans við fyrirtæki og stofnanir. Tekjur samtakanna byggjast á frjálsum framlögum félagsmanna eða annarra. Nú nýverið var leitað til brautskráðra nemenda skólans og send út krafa í heimabankann hjá þeim, sem átti að vera valkrafa en því miður áttu sér stað þau mistök að krafan var ekki send sem valkrafa. Fyrir hönd Hollvinasamtakanna biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum. Þetta verður að sjálfsögðu leiðrétt og greiðslukrafan verður felld niður.