Fara í efni  

Valin til ađ keppa á Special Olympics í Abu Dhabi

Valin til ađ keppa á Special Olympics í Abu Dhabi
Arndís Atladóttir.

Ţađ voru heldur betur áćgjulegar fréttir sem Arndís Atladóttir, sautján ára sundkona og nemandi á starfsbraut VMA, fékk á dögunum. Hildur Friđriksdóttir formađur Sundfélagsins Óđins og Dýrleif Skjóldal (Dilla) sundţjálfari heimsóttu Arndísi og fćrđu henni ţau tíđindi ađ hún hefđi veriđ valin til ţess ađ keppa fyrir Íslands hönd í sundi á Special Olympics leikunum sem fara fram í Abu Dhabi í Sameinuđu arabísku furstadćmunum ađ rösku ári liđnu, dagana 14. til 21. mars 2019. Fyrirvarinn er ţví langur, sem er mjög fínt ţví nú hefur Arndís góđan tíma til ţess ađ undirbúa sig vel fyrir leikana.

Ţegar viđ hittum Arndísi ađ máli í VMA var hún ađ vonum vart komin niđur á jörđina, tíđindin hafi veriđ svo óvćnt og ánćgjuleg. Hún orđađi ţađ svo ađ hún hefđi veriđ “rosalega glöđ” ţegar Hildur og Dilla sögđu henni tíđindin í síđustu viku. Enda er full ástćđa til, ekki er á hverjum degi sem tćkifćri gefst til ţess ađ fara til Miđ-Austurlanda og taka ţátt í svo stórum íţróttaviđburđi sem Special Olympics sannarlega er.

Ađ vera valin til ţess ađ keppa á Special Olympics er sannarlega mikil viđurkenning fyrir góđan árangur og ástundun á síđustu árum en Arndís segist hafa byrjađ ađ synda sjö ára gömul. Hún hefur auđvitađ keppt á fjölmörgum mótum, fyrst og fremst hér innanlands, ţar á međal á árlegu nýársmóti fatlađra í Reykjavík í upphafi árs, en einnig utan landssteinanna, síđast í Malmö í Svíţjóđ fyrir skömmu. 

Arndís ćfir ţrisvar í viku – mánudaga, miđvikudaga og föstudaga – undir stjórn ţjálfara síns, Laufeyjar Huldu Jónsdóttur.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00