Fara í efni

Valgreiðslur frá Hollvinasamtökum VMA

Hollvinasamtök Verkmenntaskólans á Akureyri, fyrrverandi nemendur og  aðrir velunnarar hafa tekið sig saman og sent út valgreiðslu sem birtist í heimabanka allra brautskráðra nemenda VMA frá upphafi fram til ársins 2013. Upphæðin er  3500 kr. og vonast velunnarar skólans til að sem flestir fyrrverandi nemendur sjái sér fært að styðja það góða starf sem Hollvinasamtökin hafa unnið í VMA undanfarin ár.

Fjármunum sem safnast verður varið til tækja- og búnaðarkaupa fyrir nemendur skólans. Að þessu sinni á að kaupa búnað í eina kennslustofu þar sem sett verður upp “bíóstofa” með öflugum skjávarpa, hljóðkerfi og stóru sýningartjaldi. Bíóstofan mun auka möguleika Þórdunufélaga til þess að halda og sýna frá viðburðum ásamt því að nýtast sem kennslustofa.

Nánari upplýsingar um Hollvinasamtök VMA fá finna hér.

Til þess að skrá sig í Hollvinasamtökin, smelltu þá hér.