Fara í efni

Væntanlegir nemendur haustönn 2011

Búið er að senda út svör til allra þeirra sem sóttu um skólavist í VMA á haustönn 2011 á réttum tíma. Stofnaðir hafa verið greiðsluseðlar á alla nemendur sem fengu skólavist. Við viljum minna nemendur á að mjög mikilvægt er að greiða greiðsluseðlana á réttum tíma. Með greiðslu innritunargjalds er umsókn um skólavist staðfest. Ef ekki er greitt á réttum tíma er litið svo á að nemandinn hafi fallið frá umsókn sinni. Smelltu á Lesa meira til að sjá nánari upplýsingar um innheimtunaBúið er að senda út svör til allra þeirra sem sóttu um skólavist í VMA á haustönn 2011 á réttum tíma. Stofnaðir hafa verið greiðsluseðlar á alla nemendur sem fengu skólavist. Við viljum minna nemendur á að mjög mikilvægt er að greiða greiðsluseðlana á réttum tíma. Með greiðslu innritunargjalds er umsókn um skólavist staðfest. Ef ekki er greitt á réttum tíma er litið svo á að nemandinn hafi fallið frá umsókn sinni. Smelltu á Lesa meira til að sjá nánari upplýsingar um innheimtuna

Með greiðsluseðlunum er verið að innheimta innritunargjald, kr. 6.000.- , gjald til nemendafélagsins Þórdunu kr. 3.000 og hjá þeim sem eru að koma úr grunnskóla er innheimt fyrir nýnemaferð kr. 3.000.

Efnisgjald vegna verklegra áfanga verður innheimt með greiðsluseðli í byrjun annar nema NSK sem innheimt er með innritunargjöldum. 

Gjald til nemendafélagsins Þórdunu er innheimt með innritunargjöldunum þar sem
skv. lögum um framhaldsskóla skulu nemendafélag og nemendaráð starfa í skólunum. Hlutverk þeirra er að gæta hagsmuna nemenda í málum er varða réttindi og skyldur þeirra. Einnig hefur nemendaráð tillögu- og umsagnarrétt um markmið náms, námsefni og kennslutilhögun.  Nemendafélagið stendur fyrir margs konar félagsstarfi auk þess sem félagar þess eiga kost á fyrirgreiðslu af ýmsu tagi.
Hins vegar er nemendum ekki skylt að vera í nemendafélaginu og eiga þess því kost að fá það gjald endurgreitt á skrifstofu skólans fyrir 9. september 2011 gegn framvísun greiðslukvittunar.
Skólinn hvetur nemendur eindregið til þess að vera í nemendafélaginu - svo að tryggja megi því sem mestan kraft hvort sem er á sviði félagslífs eða í mikilvægum málum er varða hagsmuni nemenda.