Fara í efni

Útskriftarsýning opnuð í Ketilhúsinu á morgun

Útskriftarnemarnir níu sem sýna í Ketilhúsinu.
Útskriftarnemarnir níu sem sýna í Ketilhúsinu.

Á morgun, laugardaginn 30. apríl, kl. 15 verður opnuð útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA í Ketilhúsinu sem ber yfirskriftina „Út“. Sýning á lokaverkefnum nemenda er fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar og að þessu sinni má sjá málverk, ljósmyndir, fatahönnun, grafíkverk og teikningar. Þetta er í annað skipti sem útskriftarsýning nemenda á listnáms- og hönnunarbraut er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri. 

Níu útskriftarnemar af textílkjörsviði og myndlistarkjörsviði sýna verk sín á sýningunni. Þrír nemendur ljúka í vor námi af textílkjörsviði, Kamilla Ósk Heimisdóttir, Ásdís Dögg Guðmundsdóttir og Arna Halldórsdóttir, og af myndlistarkjörsviði eru að ljúka námi þau Úlfur Logason, Annna Kristín Arnardóttir, Valtýr Örn Stefánsson Jeppesen, Andrea María Árnadóttir, María Rún Árnadóttir og Svanfríður Oddsdóttir.

Útskriftarnemarnir, sem hér eru samankomnir í Ketilhúsinu, verða á staðnum á morgun og sunnudag, þess albúnir að eiga samtal við gesti um verk sín og leiðsegja þeim.

Sýningin stendur til 15. maí nk. og verður opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.