Fara í efni

Útskriftarsýning hársnyrtinema á Glerártorgi kl. 17.30 í dag

Útskriftarnemarnir tíu.
Útskriftarnemarnir tíu.
Í dag kl. 17.30 verður útskriftarsýning tíu hársnyrtinema í VMA í verslanamiðstöðinni Glerártorgi. Þar sýna nemendurnir útfærslu sína á þema sýningarinnar sem er „jól og áramót“. Þetta er fimmta önn hársnyrtinemanna og munu þeir útskrifast að mánuði liðnum. Þetta er annar útskriftarhópurinn í þessu fagi í VMA.

Í dag kl. 17.30 verður útskriftarsýning tíu hársnyrtinema í VMA í verslanamiðstöðinni Glerártorgi. Þar sýna nemendurnir útfærslu sína á þema sýningarinnar sem er „jól og áramót“. Þetta er fimmta önn hársnyrtinemanna og munu þeir útskrifast að mánuði liðnum. Þetta er annar útskriftarhópurinn í þessu fagi í VMA.

Nemendurnir tíu sem vinna módel fyrir sýninguna í dag eru: Erla Hleiður Tryggvadóttir, Svanborg Jóhannssdóttir, Alda Ýr Guðmundsdóttir, Linda Baldursdóttir, Helga Vigdís Aðalbjörnsdóttir, Alexander  Kristjánsson, Heiðdís Austfjörð, Sigríður Árnadóttir, Arney Ágústsdóttir og Tinna Sigurgeirsdóttir.

Dagurinn í dag verður erilsamur hjá þessum tíu hársnyrtinemum. Þeir koma til með að útfæra hugmyndir sínar á módelum. Í samvinnu við verslanir á Glerártorgi munu módelin síðan bregða sér í betri fötin og því er ekki að efa að útkoman verður glæsileg - frá toppi til táar.

Sjón er sögu ríkari – Glerártorg kl. 17.30 í dag!