Fara efni  

tskriftarsning hrsnyrtinema Glerrtorgi kl. 17.30 dag

tskriftarsning hrsnyrtinema  Glerrtorgi kl. 17.30  dag
tskriftarnemarnir tu.
dag kl. 17.30 verur tskriftarsning tu hrsnyrtinema VMA verslanamistinni Glerrtorgi. ar sna nemendurnir tfrslu sna ema sningarinnar sem er jl og ramt. etta er fimmta nn hrsnyrtinemanna og munu eir tskrifast a mnui linum. etta er annar tskriftarhpurinn essu fagi VMA.

Í dag kl. 17.30 verður útskriftarsýning tíu hársnyrtinema í VMA í verslanamiðstöðinni Glerártorgi. Þar sýna nemendurnir útfærslu sína á þema sýningarinnar sem er „jól og áramót“. Þetta er fimmta önn hársnyrtinemanna og munu þeir útskrifast að mánuði liðnum. Þetta er annar útskriftarhópurinn í þessu fagi í VMA.

Nemendurnir tíu sem vinna módel fyrir sýninguna í dag eru: Erla Hleiður Tryggvadóttir, Svanborg Jóhannssdóttir, Alda Ýr Guðmundsdóttir, Linda Baldursdóttir, Helga Vigdís Aðalbjörnsdóttir, Alexander  Kristjánsson, Heiðdís Austfjörð, Sigríður Árnadóttir, Arney Ágústsdóttir og Tinna Sigurgeirsdóttir.

Dagurinn í dag verður erilsamur hjá þessum tíu hársnyrtinemum. Þeir koma til með að útfæra hugmyndir sínar á módelum. Í samvinnu við verslanir á Glerártorgi munu módelin síðan bregða sér í betri fötin og því er ekki að efa að útkoman verður glæsileg - frá toppi til táar.

Sjón er sögu ríkari – Glerártorg kl. 17.30 í dag!


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.