Fara í efni

Útskriftarnemar kvöddu skólann

Árleg dimmision útskriftarnema fór fram í gær og gekk hún með miklum ágætum. Eins og venja er til klæddu útskriftarnemar í vor og um næstu jól sig upp í skrautleg föt og kvöddu skólann með hefðbundnum hætti.

Úrleg dimmision útskriftarnema fór fram í gær og gekk hún með miklum ágætum. Eins og venja er til klæddu útskriftarnemar í vor og um næstu jól sig upp í skrautleg föt og kvöddu skólann með hefðbundnum hætti.

Fyrstu nemendurnir mættu um kl 5 í gærmorgun, fóru í búningana og löguðu vagnana til.  Um hálf sex fóru síðan fyrstu nemendurnir af stað til að vekja kennara sína og nágranna þeirra 
Þegar þeir komu í skólann aftur fóru nemendur inn í skólann og  dreifðu karamellum til annarra nemenda og kennara. Síðan var efnt til vel heppnaðrar skemmtunar í Gryfjunni og dimmision lauk með því að nemendur fóru inn í  matsal kennara (A-álmu) og drukku heitt kakó og borðuðu skúffuköku.
Afganginn af skúffukökunni, sem nemendur að sjálfsögðu bökuðu sjálfir, færðu þeir síðan heimilisfólki og starfsmönnunum Dvalarheimilisins Hlíðar.  

Hilmar Friðjónsson var á myndavélavaktinni og hér má sjá myndir sem hann tók af þessu tilefni.