Fara í efni  

Útrás gefur málmiđnađarbraut VMA plasmaskurđarvél

Útrás gefur málmiđnađarbraut VMA plasmaskurđarvél
Fulltrúar Útrásar ehf., kennarar og nemendur.

Kennarar og nemendur í blikk- og stálsmíđi á málmiđnađarbraut tóku á móti höfđinglegri gjöf frá Útrás ehf. á Akureyri sl. föstudag. Um er ađ rćđa Hypertherm Powermax 30XP plasmaskurđarvél sem nýtist sérstaklega vel fyrir lengra komna nemendur í stál- og blikksmíđi.

Ţessi tćkni, sem byggir á rafmagni og lofti, hefur smám saman veriđ ađ ryđja sér til rúms og kemur í stađ skurđar međ gasi og súr. Fyrst og fremst kemur plasmaskurđarvélin sér ađ góđum notum í skurđi á 3-6 mm ţykku efni. Međ vélinni er einnig hćgt ađ skera ryđfrítt efni sem ekki er unnt međ gömlu ađferđinni, gasi og súr. Og sömuleiđis sker hún ál. Skurđur međ plasmaskurđarvélinni tekur skemmri tíma og er á allan hátt auđveldari og ţćgilegri.

Sigurđur Ringsted, framkvćmdastjóri Útrásar, segir mikilvćgt ađ styđja viđ starf málmiđnađarbrautar „enda býr hún til mannskapinn fyrir okkur,“ segir hann og bćtir viđ ađ nauđsynlegt sé fyrir nemendur ađ eiga ţess kost ađ vinna međ og lćra á besta mögulegan vélbúnađ til ţess ađ vera vel undirbúnir og ţjálfađir ţegar út á vinnumarkađinn er komiđ.

Fyrirtćkiđ Útrás ehf. var stofnađ áriđ 1993 og er ţví 26 ára á ţessu ári. Í upphafi var áhersla ţess á ráđgjafar- og hönnunarverkefni en frá 2005 hefur ţađ einnig rekiđ smiđju í málmiđnađi. Fimmtán til sautján starfsmenn eru hjá Útrás og eru verkefnin af ýmsum toga. Síđustu ár hefur fyrirtćkiđ m.a. unniđ margvísleg verkefni fyrir Landsvirkjun, t.d. viđ hina nýju gufluaflsstöđ á Ţeistareykjum. Útrás hefur nýveriđ smíđađ göngubrú yfir stíflu Glerárvirkjunar og sem stendur er fyrirtćkiđ m.a. ađ smíđa ýmislegt í nýja hreinsistöđ fráveitu fyrir Norđurorku í Sandgerđisbót.

Kennarar viđ málmiđnađarbraut VMA vilja koma á framfćri innilegu ţakklćti til Útrásar fyrir ţessa góđu gjöf sem nýtist nemendum afar vel. Dýrmćtt sé fyrir brautina ađ eiga ađ öfluga bakhjarla sem vilji leggja sín lóđ á vogarskálarnar til ţess ađ styrkja og efla nám á málmiđnađarbrautinni.

Á ţessum myndum má sjá Kristján Kristinsson, kennara viđ málmiđnađarbraut ţakka Sigurđi Ringsted, framkvćmdastjóra Útrásar, fyrir gjöfina. Á hópmyndinni eru ţrír fulltrúar Útrásar, Sigurđur Ringsted, Gunnar Óli Vignisson og Einar Ţór Kjartansson, kennararnir Kristján Kristinsson og Hörđur Óskarsson og nemendur í stál- og blikksmíđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00